Chelsea varð heimsmeistari félagsliða í kvöld þegar liðið lagði PSG af velli.
Cole Palmer skoraði tvennu og lagði upp þriðja markið í 3-0 sigri en hann var besti leikmaður mótsins.
Mótið fór fram í Bandaríkjunum en Donald Trump, bandaríkjaforseti, færði Chelsea gullskjöldinn og Palmer fékk einnig bikar frá honum fyrir að vera valinn besti leikmaður mótsins.
Cole Palmer skoraði tvennu og lagði upp þriðja markið í 3-0 sigri en hann var besti leikmaður mótsins.
Mótið fór fram í Bandaríkjunum en Donald Trump, bandaríkjaforseti, færði Chelsea gullskjöldinn og Palmer fékk einnig bikar frá honum fyrir að vera valinn besti leikmaður mótsins.
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, var að vonum mjög sáttur í leikslok.
„Að mínu mati unnum við leikinn á fyrstu tíu mínútunum. Við settum taktinn varðandi það hvernig við vildum spila. Við vorum mjög góðir. Því miður er ekki auðvelt að spila svona í 90 mínútur út af hitanum," sagði Maresca.
Hann sló á létta strengi í lokin.
„Það eru spennandi tímar framundan en ég er spenntari fyrir þriggja vikna fríi," sagði Maresca léttur.
Athugasemdir