PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   mán 02. desember 2024 21:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Katla svekkt eftir fyrsta byrjunarliðsleikinn - „Ekki í boði"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin var mjög góð, mér leið vel. Ég fékk mikið tal og pepp frá stelpunum, mjög gaman," sagði Katla Tryggvadóttir sem var í fyrsta sinn í byrjunarliði íslenska landsliðsins í kvöld þegar liðið tapaði gegn Danmörku á Pinatar-vellinum í Murica á Spáni í vináttuleik.

KSÍ birti viðtal við hana á samfélagsmiðla í kvöld en hún var eðlilega svekkt eftir tapið.


Lestu um leikinn: Ísland 0 -  2 Danmörk

„Gríðarlega svekkjandi. Við ætluðum að fara í þennan leik til að vinna hann en það gekk ekki upp í dag. Mér fannst við þéttari, það var styttra á milli lína hjá okkur í seinni hálfleik," sagði Katla.

Liðið gerði markalaust jafntefli gegn Kanada í fyrri leik liðsins í þessu verkefni á Spáni. Hún var spurð að því hver munurinn hafi verið á leikjunum tveimur en liðið fékk bæði mörkin á sig í fyrri hálfleik í kvöld.

„Við erum að leka inn marki úr föstu leikatriði sem er ekki í boði. Það var gott að sjá bætingu milli fyrri og seinni hálfleiksins," sagði Katla.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner