Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 03. janúar 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Annar stjórinn sem segir starfi sínu lausu hjá Macclesfield
Daryl McMahon.
Daryl McMahon.
Mynd: Getty Images
Daryl McMahon og aðstoðarmaður hans hafa sagt starfi sínu lausu hjá Macclesfield Town í ensku D-deildinni.

Þeir eru sagðir ósáttir við erfiða fjárhagsstöðu félagsins. Leikmenn og starfsólk hafa oft fengið laun sín seint á síðustu mánuðum.

Sex stig voru tekin af Macclesfield í síðasta mánuði. Félagið var talið sekt um að brjóta margar reglur.

Macclesfield játaði sök í mörgum ákæruliðum, þar á meðal að hafa ekki borgað laun, sem síðan þá hafa verið borguð. Það þurfti að fresta leik hjá Macclesfield gegn Crewe, sem átti að fara fram 7. desember, eftir að leikmenn neituðu að spila vegna ógreiddra launa.

McMahon hefur þjálfað Macclesfield frá því að Sol Campbell og Hermann Hreiðarsson sögðu upp í byrjun tímabils. Þeir hættu vegna fjárhagsvandræða og svikinna loforða og stýra nú Southend í ensku C-deildinni.

Talið er að félagið skuldi Campbell meira en 180 þúsund pund.

Macclesfield er í 22. sæti D-deildarinnar, þremur stigum frá fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner