Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
banner
   lau 03. janúar 2026 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Amorim býst ekki við neinum félagaskiptum
Mynd: EPA
Ruben Amorim þjálfari Manchester United býst ekki við neinum félagaskiptum í janúar þó að Rauðu djöflarnir séu orðaðir við ýmsa leikmenn.

Þá eru ýmsir leikmenn félagsins orðaðir við brottfarir á lánssamningum.

Man Utd er í miklum vandræðum vegna meiðsla og Afríkukeppninnar og verður án átta öflugra leikmanna á útivelli gegn Leeds United um helgina. Mason Mount, Bruno Fernandes, Bryan Mbeumo og Amad Diallo eru meðal leikmanna sem geta ekki tekið þátt.

„Við erum ekki að skoða að breyta hópnum neitt í janúar. Við erum með skýra framtíðarsýn og ég býst ekki við neinum breytingum á næstunni. Ég er bara einbeittur að næsta leik, við erum í harðri baráttu í deildinni. Við erum ekki langt frá meistaradeildarsæti," sagði Amorim þegar hann var spurður út í janúargluggann.

Hann var einnig spurður sérstaklega út í framtíð leikmanna á borð við Kobbie Mainoo, Manuel Ugarte og Joshua Zirkzee sem hafa verið orðaðir við brottför.

„Ég býst ekki við að neinn þeirra fari. Enginn þeirra hefur beðið um að yfirgefa félagið og ég býst ekki við að þeir muni biðja um það."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
9 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
10 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
11 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner
banner