Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 03. mars 2021 23:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Ronaldo tryggði Emil og félögum sigur á 95. mínútu
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Padova er liðið vann dramatískan sigur í ítölsku C-deildinni í kvöld.

Padova heimsótti Virtus Verona og Emil spilaði 64 mínútur í leiknum.

Staðan var markalaus þegar Emil fór af velli en það dró aldeilis til tíðinda undir lokin. Virtust Verona missti mann af velli með rautt spjald og Padova fékk vítaspyrnu. Í liði Padova er leikmaður að nafni Ronaldo og fór hann á punktinn og skoraði.

Lokatölur 0-1 fyrir Padova sem er á toppnum í sínum riðli í C-deildinni á Ítalíu.

Emil er 36 ára gamall en það verður fróðlegt að sjá hvort hann verði í landsliðshópnum síðar í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner