Komið er að því að kynna betur leikmann úr liðinu sem spáð er 6. sæti í Bestu deildinni í sumar.
Kjartan Kári er kantmaður sem lék á láni hjá FH á síðasta tímabili en var svo keyptur til félagsins í vetur. Hann var efnilegasti leikmaður Lengjudeildarinnar 2022 og norska félagið Haugesund keypti hann í kjölfarið. Á síðasta tímabili skoraði hann þrjú mörk í 23 leikjum í deild og bikar. Hann á að baki þrettán leiki fyrir yngri landsliðin og var í æfingahóp U21 landsliðsins í febrúar.
Kjartan sýnir í dag á sér hina hliðina.
Kjartan Kári er kantmaður sem lék á láni hjá FH á síðasta tímabili en var svo keyptur til félagsins í vetur. Hann var efnilegasti leikmaður Lengjudeildarinnar 2022 og norska félagið Haugesund keypti hann í kjölfarið. Á síðasta tímabili skoraði hann þrjú mörk í 23 leikjum í deild og bikar. Hann á að baki þrettán leiki fyrir yngri landsliðin og var í æfingahóp U21 landsliðsins í febrúar.
Kjartan sýnir í dag á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Kjartan Kári Halldórsson
Gælunafn: Kjarri
Aldur: 20
Hjúskaparstaða: föstu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: September 2020 og kom ég inná á móti Breiðabliki þegar Óskar og Dóri voru að þjálfa þá þar sem þeir þjálfuðu mig upp flest alla yngri flokka. Það er svona eftirminnilegasta.
Uppáhalds drykkur: fjólublár collab
Uppáhalds matsölustaður: xo
Hvernig bíl áttu: kia ceed
Áttu hlutabréf eða rafmynt: já
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: peaky blinders
Uppáhalds tónlistarmaður: 21 savage by far
Uppáhalds hlaðvarp: hlusta voða litið á hlaðvarp
Uppáhalds samfélagsmiðill: instagram
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Fótbolti.net
Fyndnasti Íslendingurinn: steindi jr
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Aaetlud afhending DHL Express 7824461923 fra PRO DIRECT SPOR er thann fim. feb. 22 2024. Takka skórnir að mæta
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Vestri
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Wilfried Gnonto
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: erfitt að velja einn allir mjög góðir
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Addi bomba með löngu lappirnar sínar óþolandi
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Cristiano ronaldo
Sætasti sigurinn: ÍBV úti siðasta sumar þegar við unnum 3-2 í uppótartima
Mestu vonbrigðin: að ég gat ekki klárað timabilið vegna meiðsla
Uppáhalds lið í enska: Man U
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Benoný Breka
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Orri Steinn Óskarsson
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Vuk Dimitrijevic
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: kærastan mín
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano ronaldo
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Óli G kemur sterkur inn þarna
Uppáhalds staður á Íslandi: Seltjarnarnesið fallega
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ætli það hafi ekki verið þegar ég tók rammann í bikarleik í 3 flokki og við unnum 3-1 og ég var með stoðsendingu
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Fer alltaf í hægri skóinn fyrst
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ég fylgist stundum með handboltanum inná milli
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: nike mercurial
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Úff verð að segja stærðfræðin
Vandræðalegasta augnablik: ætli það hafi ekki verið þegar þjálfarinn minn ætlaði að taka mig útaf en ég neitaði því og fékk rautt spjald 10 mín seinna
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: myndi taka Grím Inga, Orra Stein og Guðmund Tyrfingsson. Þeir gætu liklegast ekki hjálpað mér af eyjunni en það væri allavega ekki leiðinlegt á þessari eyðieyju
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Ég væri til í að sjá Vuk eða Ólaf Guðmundsson spreyta sig í love island, það væri alvöru veisla
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er ekkert eðlilega góður á hjólabretti
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Böddi löpp, topp náungi
Hverju laugstu síðast: Sagði mömmu að ég væri búinn að taka til í herberginu minu. Var ekki búinn að því.
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Ég verð að segja hlaup
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spurja CR7 hvernig var að vinna 5 champions leagues titla
Athugasemdir