Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 28. nóvember 2023 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kjartan Kári sér ekki eftir neinu: Ég allavega reyndi
Langar að sýna sig og sanna í efstu deild á Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Það kom í ljós fyrir stuttu, ég vissi að það væri stórt stökk að fara úr fyrstu deild á Íslandi yfir í efstu deild í Noregi. Ég ákvað að sýna mig og sanna hérna heima og mér fannst FH líta mjög vel út. Mér leið vel hjá FH í fyrra (tímabilið 2023) og ég ákvað að fara á þann kost," sagði Kjartan Kári Halldórsson við Fótbolta.net.

FH keypti Kjartan frá Haugesund á dögunum, um ári eftir að norska félagið keypti Kjarta frá Gróttu. Leikmaðurinn var á láni hjá FH á liðnu tímabili.

„Já, ég hefði alltaf getað farið út og reynt, maður getur alltaf gert það, en mér heyrðist á þeim að þeir hefðu viljað lána mig aftur. Mig langaði ekki að fara á lán aftur, þannig ég ákvað að ræða við þá og síðan kom FH upp. Ég ákvað að skrifa þar undir."

„Ég skrifaði undir þriggja ára samning, langar að sýna mig og sanna í efstu deild. Ég átti mitt fyrsta tímabil í efstu deild og langar að sýna mig og sanna þar."


Sérðu eftir því að hafa skrifað undir hjá Haugesund í fyrra?

„Nei, auðvitað ekki. Ég vissi að þetta væri ákveðið stökk, en þetta er bara partur af þessu, fótboltaheimurinn er harður. Ég sé ekki eftir neinu, ég allavega reyndi, það gekk ekki upp og þá reynir maður bara aftur."

Kjartan stefnir á að koma sér aftur út. „Auðvitað, það er alltaf stefnan. Núna þarf ég að byrja á því að sýna mig og sanna hérna heima og síðan sér maður hvað gerist."

Mjög faglega að öllu staðið hjá FH
Skoðaðiru aðra möguleika en FH? „Nei. Ég var þar á láni og leist gríðarlega vel á FH og ákvað að fara á það. Það var engin spurning að skrifa þar undir."

„Aðstaðan, hópurinn, þjálfarateymið - allt. Þetta er gríðarlega flottur klúbbur, stór klúbbur á Íslandi og ég bjóst ekki við þessu fyrst þegar ég kom á láni. Þetta er mjög 'professional' klúbbur,"
sagði Kjartan aðspurður hvort eitthvað hefði komið sér á óvart hjá FH.

Tekur kaffibolla með Óskari á næstunni
Ræddiru við Óskar Hrafn Þorvaldsson, verðandi þjálfara Haugesund, áður en þú tókst þessa ákvörðun?

„Nei, ég talaði ekki við hann, en Óli Garðars (umboðsmaður) talaði við hann. Maður tekur kaffibolla með honum einhvern tímann á næstunni og þá ræðir maður við hann."

Kjartan og sonur Óskars, Orri Steinn, eru bestu vinir. „Við þekkjumst alveg, þekki hann vel. Hann þjálfaði mig upp alla yngri flokka hjá Gróttu."

Sérðu fyrir þér að þið munið vinna eitthvað saman í framtíðinni? „Maður veit aldrei, aldrei segja aldrei. Það gæti alveg gerst," sagði Kjartan.

Í viðtalinu ræðir Kjartan um sumarið með FH, meiðslin sem hann lenti í á Kópavogsvelli og ýmislegt fleira.
Athugasemdir
banner