Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
Góð innkoma hjá Viðari - „Sér hlutina á háu leveli"
Sindri Kristinn: Helgi Mikael gefur þessa vítaspyrnu
„Leikmaðurinn var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu"
Daníel Hafsteins: Væri fínt ef ég væri alltaf haltur
Brynjar Björn: Hef enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík
Siggi Höskulds: Komum með aðeins breytt leikplan
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Beint út með boltapoka eftir núll mínútur - „Ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér"
Hemmi Hreiðars: Oliver hefði frekar átt að fá víti en seinna gula
Davíð Smári: Að hafa hugrekkið til að spila gegn besta liði landsins
Bjarki Björn skoraði glæsimark: Þeir hljóta að hafa verið að horfa
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
banner
   þri 28. nóvember 2023 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kjartan Kári sér ekki eftir neinu: Ég allavega reyndi
Langar að sýna sig og sanna í efstu deild á Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Það kom í ljós fyrir stuttu, ég vissi að það væri stórt stökk að fara úr fyrstu deild á Íslandi yfir í efstu deild í Noregi. Ég ákvað að sýna mig og sanna hérna heima og mér fannst FH líta mjög vel út. Mér leið vel hjá FH í fyrra (tímabilið 2023) og ég ákvað að fara á þann kost," sagði Kjartan Kári Halldórsson við Fótbolta.net.

FH keypti Kjartan frá Haugesund á dögunum, um ári eftir að norska félagið keypti Kjarta frá Gróttu. Leikmaðurinn var á láni hjá FH á liðnu tímabili.

„Já, ég hefði alltaf getað farið út og reynt, maður getur alltaf gert það, en mér heyrðist á þeim að þeir hefðu viljað lána mig aftur. Mig langaði ekki að fara á lán aftur, þannig ég ákvað að ræða við þá og síðan kom FH upp. Ég ákvað að skrifa þar undir."

„Ég skrifaði undir þriggja ára samning, langar að sýna mig og sanna í efstu deild. Ég átti mitt fyrsta tímabil í efstu deild og langar að sýna mig og sanna þar."


Sérðu eftir því að hafa skrifað undir hjá Haugesund í fyrra?

„Nei, auðvitað ekki. Ég vissi að þetta væri ákveðið stökk, en þetta er bara partur af þessu, fótboltaheimurinn er harður. Ég sé ekki eftir neinu, ég allavega reyndi, það gekk ekki upp og þá reynir maður bara aftur."

Kjartan stefnir á að koma sér aftur út. „Auðvitað, það er alltaf stefnan. Núna þarf ég að byrja á því að sýna mig og sanna hérna heima og síðan sér maður hvað gerist."

Mjög faglega að öllu staðið hjá FH
Skoðaðiru aðra möguleika en FH? „Nei. Ég var þar á láni og leist gríðarlega vel á FH og ákvað að fara á það. Það var engin spurning að skrifa þar undir."

„Aðstaðan, hópurinn, þjálfarateymið - allt. Þetta er gríðarlega flottur klúbbur, stór klúbbur á Íslandi og ég bjóst ekki við þessu fyrst þegar ég kom á láni. Þetta er mjög 'professional' klúbbur,"
sagði Kjartan aðspurður hvort eitthvað hefði komið sér á óvart hjá FH.

Tekur kaffibolla með Óskari á næstunni
Ræddiru við Óskar Hrafn Þorvaldsson, verðandi þjálfara Haugesund, áður en þú tókst þessa ákvörðun?

„Nei, ég talaði ekki við hann, en Óli Garðars (umboðsmaður) talaði við hann. Maður tekur kaffibolla með honum einhvern tímann á næstunni og þá ræðir maður við hann."

Kjartan og sonur Óskars, Orri Steinn, eru bestu vinir. „Við þekkjumst alveg, þekki hann vel. Hann þjálfaði mig upp alla yngri flokka hjá Gróttu."

Sérðu fyrir þér að þið munið vinna eitthvað saman í framtíðinni? „Maður veit aldrei, aldrei segja aldrei. Það gæti alveg gerst," sagði Kjartan.

Í viðtalinu ræðir Kjartan um sumarið með FH, meiðslin sem hann lenti í á Kópavogsvelli og ýmislegt fleira.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner