Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   þri 28. nóvember 2023 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kjartan Kári sér ekki eftir neinu: Ég allavega reyndi
Langar að sýna sig og sanna í efstu deild á Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Það kom í ljós fyrir stuttu, ég vissi að það væri stórt stökk að fara úr fyrstu deild á Íslandi yfir í efstu deild í Noregi. Ég ákvað að sýna mig og sanna hérna heima og mér fannst FH líta mjög vel út. Mér leið vel hjá FH í fyrra (tímabilið 2023) og ég ákvað að fara á þann kost," sagði Kjartan Kári Halldórsson við Fótbolta.net.

FH keypti Kjartan frá Haugesund á dögunum, um ári eftir að norska félagið keypti Kjarta frá Gróttu. Leikmaðurinn var á láni hjá FH á liðnu tímabili.

„Já, ég hefði alltaf getað farið út og reynt, maður getur alltaf gert það, en mér heyrðist á þeim að þeir hefðu viljað lána mig aftur. Mig langaði ekki að fara á lán aftur, þannig ég ákvað að ræða við þá og síðan kom FH upp. Ég ákvað að skrifa þar undir."

„Ég skrifaði undir þriggja ára samning, langar að sýna mig og sanna í efstu deild. Ég átti mitt fyrsta tímabil í efstu deild og langar að sýna mig og sanna þar."


Sérðu eftir því að hafa skrifað undir hjá Haugesund í fyrra?

„Nei, auðvitað ekki. Ég vissi að þetta væri ákveðið stökk, en þetta er bara partur af þessu, fótboltaheimurinn er harður. Ég sé ekki eftir neinu, ég allavega reyndi, það gekk ekki upp og þá reynir maður bara aftur."

Kjartan stefnir á að koma sér aftur út. „Auðvitað, það er alltaf stefnan. Núna þarf ég að byrja á því að sýna mig og sanna hérna heima og síðan sér maður hvað gerist."

Mjög faglega að öllu staðið hjá FH
Skoðaðiru aðra möguleika en FH? „Nei. Ég var þar á láni og leist gríðarlega vel á FH og ákvað að fara á það. Það var engin spurning að skrifa þar undir."

„Aðstaðan, hópurinn, þjálfarateymið - allt. Þetta er gríðarlega flottur klúbbur, stór klúbbur á Íslandi og ég bjóst ekki við þessu fyrst þegar ég kom á láni. Þetta er mjög 'professional' klúbbur,"
sagði Kjartan aðspurður hvort eitthvað hefði komið sér á óvart hjá FH.

Tekur kaffibolla með Óskari á næstunni
Ræddiru við Óskar Hrafn Þorvaldsson, verðandi þjálfara Haugesund, áður en þú tókst þessa ákvörðun?

„Nei, ég talaði ekki við hann, en Óli Garðars (umboðsmaður) talaði við hann. Maður tekur kaffibolla með honum einhvern tímann á næstunni og þá ræðir maður við hann."

Kjartan og sonur Óskars, Orri Steinn, eru bestu vinir. „Við þekkjumst alveg, þekki hann vel. Hann þjálfaði mig upp alla yngri flokka hjá Gróttu."

Sérðu fyrir þér að þið munið vinna eitthvað saman í framtíðinni? „Maður veit aldrei, aldrei segja aldrei. Það gæti alveg gerst," sagði Kjartan.

Í viðtalinu ræðir Kjartan um sumarið með FH, meiðslin sem hann lenti í á Kópavogsvelli og ýmislegt fleira.
Athugasemdir
banner
banner
banner