
Markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir hefur fengið félagaskipti yfir í Val.
Bryndís Lára varði mark Þór/KA í fyrra en hún hefur nú gengið til liðs við Íslandsmeistara Vals.
Bryndís Lára varði mark Þór/KA í fyrra en hún hefur nú gengið til liðs við Íslandsmeistara Vals.
Landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir hefur verið aðalmarkvörður Vals í áraraðir en Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, sem var varamarkvörður á síðustu leiktíð, hefur verið lánuð til ÍBV.
Bryndís Lára er 28 ára gömul en hún á 138 leiki að baki í efstu deild á ferli sínum.
Sjá einnig:
Bryndís Lára æfði með Val - Enn ekki verkjalaus
Draumaliðsdeild 50skills
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild 50skills. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir