Heimild: Orri Rafn
Það eru þrjár fótboltakonur sem fá tækifæri til að vera kjörnar sem besti leikmaður efstu deildar sænska boltans í hverjum mánuði.
Orri Rafn Sigurðarson vekur athygli á því að fyrir maí mánuð eru tvær af þremur sem koma til greina íslenskar.
Önnur þeirra er Guðrún Arnardóttir sem spilar í hjarta varnarinnar hjá toppliði Rosengård, sem fékk aðeins eitt mark á sig í fimm leikjum í maí.
Hin er Hlín Eiríksdóttir, sem skoraði þrjú mörk og gaf tvær stoðsendingar fyrir Kristianstad í maí.
Þessar íslensku landsliðskonur keppast við Jóhanna Fossadalsá Sörensen, bráðefnilegan miðjumann BK Häcken, í kjörinu um að vera sú besta í maí.
Guðrún og Hlín eru báðar í landsliðshópi Íslands sem mætir Austurríki í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM á morgun.
?? Gudrun Arnardottir, Johanna Fossdalsá Sørensen och Hlin Eiriksdottir är nominerade till Månadens Spelare i maj.
— OBOS Damallsvenskan (@_OBOSDamallsv) May 30, 2024
???? Månadens Spelare utses av @pazzapodden och du kan höra det senaste avsnittet här: https://t.co/OOPOp1zVQ4 pic.twitter.com/LjgzAldWvJ
Athugasemdir