Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fim 30. maí 2024 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Orri Rafn 
Tvær af þremur bestu eru íslenskar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru þrjár fótboltakonur sem fá tækifæri til að vera kjörnar sem besti leikmaður efstu deildar sænska boltans í hverjum mánuði.

Orri Rafn Sigurðarson vekur athygli á því að fyrir maí mánuð eru tvær af þremur sem koma til greina íslenskar.

Önnur þeirra er Guðrún Arnardóttir sem spilar í hjarta varnarinnar hjá toppliði Rosengård, sem fékk aðeins eitt mark á sig í fimm leikjum í maí.

Hin er Hlín Eiríksdóttir, sem skoraði þrjú mörk og gaf tvær stoðsendingar fyrir Kristianstad í maí.

Þessar íslensku landsliðskonur keppast við Jóhanna Fossadalsá Sörensen, bráðefnilegan miðjumann BK Häcken, í kjörinu um að vera sú besta í maí.

Guðrún og Hlín eru báðar í landsliðshópi Íslands sem mætir Austurríki í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM á morgun.


Athugasemdir
banner
banner