Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 03. júlí 2022 17:30
Brynjar Ingi Erluson
Southampton og Man City ná saman um Lavia - Kostar 14 milljónir punda
Romeo Lavia
Romeo Lavia
Mynd: Getty Images
Belgíski miðjumaðurinn Romeo Lavia er að ganga í raðir Southampton frá Manchester City en félögin hafa náð samkomulagi um kaup og sölu á leikmanninum.

Lavia er 18 ára gamall miðjumaður sem getur einnig leyst af í miðri vörn.

Leikmaðurinn ólst upp hjá Anderlecht en var keyptur til Man City fyrir tveimur árum.

Hann spilaði tvo leiki fyrir aðallið Man City á síðustu leiktíð en báðir komu í ensku bikarkeppnunum.

Lavia er núna að ganga í raðir Southampton í leit að fleiri tækifærum en félagið greiðir 14 milljónir punda fyrir hann.

Southampton hefur tileinkað sér það að finna efnilega leikmenn úr akademíum stóru liðanna og gefa þeim tækifæri og verður því spennandi að sjá hvernig Lavia kemur út.

Lavia á að baki leiki fyrir öll yngri landslið Belgíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner