
Fanndís Friðriksdóttir hefur skrifað undir eins árs samning við franska úrvalsdeildarfélagið Olympique de Marseille. Þetta staðfesti hún við Fótbolta.net í dag.
Breiðablik og Marseille komust að samkomulagi um félagsskipti Fanndísar um síðustu helgi. Fanndís fór til Frakklands fyrir viku síðan og hefur verið að skoða aðstæður og æft með liðinu í vikunni.
Nú er það hinsvegar orðið klappað og klárt að hún spilar með liðinu í frönsku deildinni.
Fanndís sem er 27 ára, hefur leikið undanfarin fjögur tímabil með Breiðablik í Pepsi-deildinni en árið 2013 lék hún í Noregi. Hún hefur skorað 104 mörk í 197 fyrir Breiðablik hér á landi. Þá hefur hún skorað 11 mörk í 87 A landsleikjum.
Franska deildin hefst í dag og þar mætir Marseille liði Guingamp. Marseille enduðu í 4. sæti deildarinnar í fyrra.
Athugasemdir