
Ástralía er búið að minnka muninn í 2-1 gegn Argentínu en liðið fékk örlitla hjálp við að koma boltanum í netið.
Lionel Messi kom Argentínumönnum á bragðið tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks áður en Mat Ryan, markvörður Ástrala, gaf mark á silfurfati í byrjun þess síðari.
Ástralar ætla þó ekki að leggja árar í bát því Craig Goodwin var rétt í þessu að minnka muninn.
Goodwin átti skot fyrir utan teig sem fór af Enzo Fernandez og í hægra hornið. Óverjandi fyrir Emiliano Martínez í markinu.
Ástralía skorar mark hér á 76. mínútu en það er Craig Goodwin sem hittir boltann illa en hann fer í Martinez og inn í markið. pic.twitter.com/8WhbOZ6CaW
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 3, 2022
Athugasemdir