Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 04. febrúar 2020 18:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Innkastaþjálfari Liverpool talar vel um nýjan leikmann KA
Mikkel Qvist tekur innkast.
Mikkel Qvist tekur innkast.
Mynd: Getty Images
KA á Akureyri gekk í dag frá lánssamningi við hinn danska Mikkel Qvist. Hann er 26 ára gamall varnarmaður sem er 203 sentímetrar á hæð og er hann mjög góður í loftinu.

Annar styrkleiki Qvist eru löng innköst. Thomas Gronnemark, innkastaþjálfari hjá Liverpool, segir fáa geta kastað eins langt og Qvist.

„Ég sé ekki marga leikmenn sem geta kastað eins langt og Mikkel," segir Gronnemark í innslaginu sem má sjá hér að neðan. „Hann er einn þeim bestu í heimi."

Bo Henriksen, fyrrum framherji Vals, ÍBV og Fram, er þjálfari Horsens, félagsins sem Qvist kemur á láni frá. Hann segir í innslaginu: „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt, ég hef aldrei séð neinn kasta svona langt. Þetta er það klikkaðasta og stórkostlegasta sem ég hef nokkurn tímann séð."

Eftir Gronnemark til Liverpool hefur liðið bætt sig mikið í innköstum.

Löng innköst geta verið frábært vopn. Stuðningsmenn íslenska landsliðsins ættu að vita allt um það.

Hér að neðan má sjá innslagið. Það er á dönsku, en en enskan texta má nálgast niðri í hægra horninu.


Athugasemdir
banner
banner