Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
banner
   lau 04. mars 2023 19:27
Ívan Guðjón Baldursson
England: Dýrmætur sigur Southampton þéttir pakkann
Mynd: Southampton

Southampton 1 - 0 Leicester
1-0 Carlos Alcaraz ('35)


Carlos Jonas Alcaraz gerði eina mark leiksins er Southampton hafði betur í jöfnum fallbaráttuslag gegn Leicester City.

Southampton var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og misnotaði James Ward-Prowse vítaspyrnu skömmu áður en fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. 

Danny Ward gerði vel að verja frá Ward-Prowse en honum tókst ekki að koma í veg fyrir markið sem Alcaraz skoraði nokkrum mínútum síðar.

Bæði lið fengu fín færi til að bæta mörkum við leikinn en boltinn rataði ekki í netið og reyndist þetta eina mark leiksins. Miðvörðurinn Harry Souttar verður eflaust svekktastur allra eftir að hafa klúðrað dauðafæri fyrir Leicester á síðustu sekúndum leiksins.

Lokatölur urðu því 1-0 og er Southampton búið að jafna hin tvö botnliðin á stigum. Southampton, Everton og Bournemouth eiga öll 21 stig eftir 25 umferðir, einu stigi á eftir Leeds, tveimur stigum eftir West Ham og þremur eftir Leicester.

Fallbaráttupakkinn er gríðarlega þéttur þar sem aðeins sex stig skilja níu neðstu lið deildarinnar að.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 12 5 3 4 19 19 0 18
11 Everton 12 5 3 4 13 13 0 18
12 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
13 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner
banner
banner