Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   fim 04. maí 2023 23:03
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Gunnlaugs: Ekkert sterkustu ellefu hjá okkur
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög góður sigur á heimavelli. Ef ég kvarta aðeins þá hefðum við kannski mátt skora fleiri mörk. Kaflaskiptur leikur, við áttum mjög góða kafla og svo kæruleysiskafla og þurfum aðeins að tengja betur góðu kaflanna til að halda betur út í 90 mínútur og mér fannst við missa svolítið tækifærið án þess að ætla að vera með óvirðingu gagnvart Keflavík á að skora flelri mörk.“+
Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga um leikinn eftir 4-1 sigur lærisveina hans á Keflavík í Víkinni fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Keflavík

Víkingar eru enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar og hafa litið virkilega vel út heilt yfir í fyrstu fimm umferðunum. Fréttaritari merkir ákveðinn þroska í leik liðsins sem mér finnst sýna talsvert meiri aga en á síðasta leiktímabili sem og getu til að stjórna í leikjum.

„Við erum búnir að vinna mikið í því að reyna að stjórna leikjum með og án bolta og mér finnst við gera það mjög vel á köflum. Það sem ég vill núna er að við getum sýnt þetta í lengri tíma og drepið leikinn aðeins fyrr og nýtt sóknir okkar enn frekar. Við erum að fá mikið af möguleikum á að skapa mikið af góðum færum sem mér finnst ennþá vanta uppá að við nýtum almennilega.“

Víkingar gerðu fjórar breytingar á byrjunarliði sínu í kvöld frá sigurleiknum gegn KA á dögunum. Bara rótering á hópnum til að halda mönnum ferskum?

„Það eru sjö leikir í maí. Miserfiðir leikir á misgóðu undirlagi og við erum bara með sterkan hóp. Ég treysti öllum þessum strákum hundrað prósent. Það er ekkert sterkustu ellefu hjá okkur, við erum bara með tuttugu manna plús sterkan hóp þar sem að allir geta komið inn. Það skiptir líka miklu máli þegar líður á sumarið að menn séu búnir að fá góðar mínútur í kroppinn til að við getum haldið þessu "challengei" áfram. “

Sagði Arnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner