„Mjög góður sigur á heimavelli. Ef ég kvarta aðeins þá hefðum við kannski mátt skora fleiri mörk. Kaflaskiptur leikur, við áttum mjög góða kafla og svo kæruleysiskafla og þurfum aðeins að tengja betur góðu kaflanna til að halda betur út í 90 mínútur og mér fannst við missa svolítið tækifærið án þess að ætla að vera með óvirðingu gagnvart Keflavík á að skora flelri mörk.“+
Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga um leikinn eftir 4-1 sigur lærisveina hans á Keflavík í Víkinni fyrr í kvöld.
Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga um leikinn eftir 4-1 sigur lærisveina hans á Keflavík í Víkinni fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 - 1 Keflavík
Víkingar eru enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar og hafa litið virkilega vel út heilt yfir í fyrstu fimm umferðunum. Fréttaritari merkir ákveðinn þroska í leik liðsins sem mér finnst sýna talsvert meiri aga en á síðasta leiktímabili sem og getu til að stjórna í leikjum.
„Við erum búnir að vinna mikið í því að reyna að stjórna leikjum með og án bolta og mér finnst við gera það mjög vel á köflum. Það sem ég vill núna er að við getum sýnt þetta í lengri tíma og drepið leikinn aðeins fyrr og nýtt sóknir okkar enn frekar. Við erum að fá mikið af möguleikum á að skapa mikið af góðum færum sem mér finnst ennþá vanta uppá að við nýtum almennilega.“
Víkingar gerðu fjórar breytingar á byrjunarliði sínu í kvöld frá sigurleiknum gegn KA á dögunum. Bara rótering á hópnum til að halda mönnum ferskum?
„Það eru sjö leikir í maí. Miserfiðir leikir á misgóðu undirlagi og við erum bara með sterkan hóp. Ég treysti öllum þessum strákum hundrað prósent. Það er ekkert sterkustu ellefu hjá okkur, við erum bara með tuttugu manna plús sterkan hóp þar sem að allir geta komið inn. Það skiptir líka miklu máli þegar líður á sumarið að menn séu búnir að fá góðar mínútur í kroppinn til að við getum haldið þessu "challengei" áfram. “
Sagði Arnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir