Kristall Máni Ingason fékk í gær að líta gula spjaldið fyrir leikaraskap þegar Rosenborg tapaði 0-2 fyrir Brann í norsku úrvalsdeildinni.
Kristall byrjaði leikinn en var tekinn út af í seinni hálfleik. Hann fékk gula spjaldið fyrir dýfu á 33. mínútu leiksins.
Kristall byrjaði leikinn en var tekinn út af í seinni hálfleik. Hann fékk gula spjaldið fyrir dýfu á 33. mínútu leiksins.
Fyrrum sænski landsliðsmaðurinn Mikael Dorsin, sem er núna yfirmaður fótboltamála hjá Rosenborg, var opinskár við fjölmiðlamenn þegar hann ræddi um dýfu Kristals í gær.
„Þetta er algjörlega óásættanlegt og hann er búinn að heyra það líka," sagði Dorsin og bætti við að svona leikaraskapur væri ekki boðlegur hjá félagi eins og Rosenborg; þetta færi gegn gildum félagsins.
Kristall viðurkenndi sjálfur eftir leik að hann hefði dýft sér en það er vonandi að hann læri af þessu. Kjetil Rekdal, þjálfari Rosenborg, var heldur ekki sáttur með Íslendinginn unga.
Kristall, sem er 21 árs gamall, gekk í raðir Rosenborg í fyrra eftir að hafa slegið í gegn með Víkingum.
En omgang, to gule kort for filming???? pic.twitter.com/IHVFFRFX3r
— TV 2 Sport (@tv2sport) May 3, 2023
Athugasemdir