fim 04. ágúst 2022 11:00
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 15. umferð - „Held að ég sé búinn að spila níu stöður í sumar"
Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik)
Dagur Dan Þórhallsson.
Dagur Dan Þórhallsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Dan Þórhallsson var valinn maður leiksins þegar Breiðablik vann 3-1 sigur gegn ÍA í Bestu deildinni á mánudag. Hann hefur nú verið valinn Sterkasti leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.

Dagur Dan spilaði sem vinstri bakvörður í leiknum en hann hefur verið algjört 'kameljón' hjá Breiðabliksliðinu í sumar og leikið um allan völl. Hann hefur skilað sínu afskaplega vel.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 15. umferðar

„Dagur Dan var algjörlega frábær í stöðu sem hann hefur aldrei spilað áður. Hann var síógnandi allan leikinn og uppskar laun erfiðsins þegar hann lagði upp þriðja markið. Við viljum hafa bakverðina með í sóknaraðgerðum okkar og það gekk upp í þessum leik að koma þeim vel inn í uppspilið," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi eftir leikinn.

Dagur Dan kom frá Fylki fyrir tímabilið.

„Ég held að ég sé bú­inn að spila níu stöður í sum­ar sem er svosem fínt. Ef ég er að spila í toppliði í ís­lensku úr­vals­deild­inni þá er ég svosem ánægður. Þetta er gam­an og ég læri af þessu," sagði leikmaðurinn við mbl.is.

Dagur hefur spilað alla deildarleiki Breiðabliks á tímabilinu og viðurkennir að hafa ekki búist við svona miklum spiltíma þegar hann kom til félagsins.

„Nei, klár­lega ekki og hvað þá í vinstri bakverði í nokkra leiki. En Davíð var í banni og kem­ur sterk­ur til baka í næsta leik enda frá­bær bakvörður. Ef ég er að spila og liðið er að vinna þá er ég sátt­ur."

Leikmenn umferðarinnar:
14. umferð - Magnús Þórðarson (Fram)
13. umferð - Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)
12. umferð - Bjarki Aðalsteinsson (Leiknir)
11. umferð - Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur)
10. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
9. umferð - Eyþór Aron Wöhler (ÍA)
8. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
7. umferð - Daníel Laxdal (Stjarnan)
6. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
5. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
4. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
3. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Stefánsson (ÍA)
1. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Dagur Dan: Bras framan af en náðum að klára þetta
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner