Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 04. ágúst 2024 19:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Tipsbladet 
Titlar Nóel Atla sem vonarstjörnu Álaborgar
Nóel Atli Arnórsson
Nóel Atli Arnórsson
Mynd: Aðsent

Nóel Atli Arnórsson, 17 ára gamall vinstri bakvörður Álaborgar í dönsku deildinni, fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína gegn Midtjylland í gær.


Danski fréttaritarinn, Mads Bye Marboe, hjá Tipsbladet fór yfir leiki gærdagsins í deildinni og hrósaði Nóel í hástert fyrir frammistöðu sína í 2-0 tapi gegn Midtjylland.

„Leikmaður sem verður að ræða, vinstri bakvörðurinn Nóel Atli Arnórsson. Hann er vonarstjarna hjá Álaborg. Íslendingurinn er aðeins 17 ára gamall en hélt Dario Osorio í skefjum og var flottur sóknarlega. Hann er spennandi," skrifaði Marboe.

Nóel Atli hefur verið í byrjunarliði Álaborgar í öllum þremur leikjum liðsins í deildinni á þessari leiktíð. Liðið er með þrjú stig í 8. sæti. Hann á að baki 14 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.


Athugasemdir
banner
banner