Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 04. október 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hilmar Jökull spáir í 3. umferð eftir tvískiptingu
Fremstur í flokki.
Fremstur í flokki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar Árni hefur verið að hitna.
Hilmar Árni hefur verið að hitna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam setur inn færslur á X.
Adam setur inn færslur á X.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
VÖK þrenna.
VÖK þrenna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun hefst þriðja umferðin í Bestu deildinni eftir tvískiptingu og umferðinni lýkur svo með fimm leikjum á sunnudag.

Hilmar Jökull, stuðningsmaður Breiðabliks og formaður Tólfunnar, er spámaður umferðarinnar.

Hann fylgir á eftir Jóa Skúla sem var með tvo rétta leiki í síðustu umferð.

Efri hluti
ÍA 2 - 3 FH (sunnudagur 14:00)
ÍA menn eru eitthvað skrýtnir í þessari úrslitakeppni. Búnir að eiga 2 allt í lagi hálfleika í sitthvorum leiknum en tapa báðum með markatöluna 0-5 samanlagt.

2-3 FH sigur, Heimir lemur sína menn í gang og ég sé þetta Skagalið ekki gera neitt í þessari úrslitakeppni nema tapa.

Víkingur R. 2 - 2 Stjarnan (sunnudagur 17:00)
Bíddu var þetta ekki öfugt síðast þegar við urðum meistarar? Áfram Stjarnan en ég spái 2-2 jafntefli Hilmar Árni og Emil Atla með mörkin og mér er drullusama hverjir skora fyrir Víkinga. Þeir vinna samt pottþétt 3-2 en ég ætla að spá 2-2, óþolandi góðir maður.

Breiðablik 4 - 1 Valur (sunnudagur 19:15)
Líkurnar á að Gylfi Sig vakni með ái í bakinu á sunnudaginn næsta eru 0%. Hann verður jafn góður og hann var snemma sumars þegar Valur vann 2-3 sigur á Kópavogsvelli. Málið er að Blikaliðið í dag er miklu betra en það Blikalið sem Gylfi bossaði fyrr í sumar.

4-1 heimasigur þar sem Höskuldur og Ísak sjá um markaskorun og King Gylfi Sig setur eitt. Adam Páls kemur svo með 2-3 sniðug tweet, en þessi leikur er jú þekktur sem Adam Páls slagurinn.

Neðri hluti
Fram 2 - 0 Vestri (laugardagur 14:00)
Ég veit ekki neitt hvernig þessi leikur fer. Fram fékk á sig 7 í síðasta leik á meðan að Vestri vann, en Alex Freyr er mættur aftur eftir 11. bannið sitt í sumar og Fram vinnur 2-0 með mörkum frá Alex og Djenairo.

KA 3 - 3 KR (sunnudagur 14:00)
Bæði lið unnu síðustu leiki. KR slátraði Fram 7-1 í Vesturbænum á meðan að Akureyringar gerðu góða ferð í lautina. 3-3 stemnings leikur, VÖK með þrennu og KR aftur í fallbaráttu

HK 0 - 7 Fylkir (sunnudagur 17:00)
11. á móti 12. sæll, þetta er leikur. Fylkir mætir í Kórinn og vinnur 0-7 úti sigur. Þetta HK lið er á leið niður í Lengjuna, það er bara svoleiðis.

Fyrri spámenn:
Helga Birkis (5 réttir)
Finnur Freyr (5 réttir)
Gary Martin (4 réttir)
Nadía Atla (4 réttir)
Ásgeir Frank (3 réttir)
Jóhann Páll (3 réttir
Birkir Karl (3 réttir)
Aron Jó (3 réttir)
Ásta Eir (3 réttir)
Binni Willums (3 réttir)
Sandra María (3 réttir)
Jói Skúli (2 réttir)
Róbert Elís (2 réttir)
Júlíus Mar (2 réttir)
Jóhannes Berg (2 réttir)
Stefán Teitur (2 réttir)
Kristján Óli (2 réttir)
Albert Brynjar (2 réttir)
Logi Tómasson (2 réttir)
Oliver Heiðarsson (2 réttir)
Máni Austmann (1 réttur)
Ísak Andri (1 réttur)
Gummi Ben (1 réttur)
Innkastið - Töfrar, tár og trúðaskór
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 27 19 5 3 63 - 31 +32 62
2.    Víkingur R. 27 18 5 4 68 - 33 +35 59
3.    Valur 27 12 8 7 66 - 42 +24 44
4.    Stjarnan 27 12 6 9 51 - 43 +8 42
5.    ÍA 27 11 4 12 49 - 47 +2 37
6.    FH 27 9 7 11 43 - 50 -7 34
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 27 10 7 10 44 - 48 -4 37
2.    KR 27 9 7 11 56 - 49 +7 34
3.    Fram 27 8 6 13 38 - 49 -11 30
4.    Vestri 27 6 7 14 32 - 53 -21 25
5.    HK 27 7 4 16 34 - 71 -37 25
6.    Fylkir 27 5 6 16 32 - 60 -28 21
Athugasemdir
banner
banner