Trent efstur á blaði Real - Newcastle vill Mbeumo - Arsenal hefur áhuga á Kudus
   fös 04. október 2024 12:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KA ætlar að gefa í og færa athyglina á nýjan kjarna
Gætti boltans eins og um sjálfan bikarinn væri að ræða.
Gætti boltans eins og um sjálfan bikarinn væri að ræða.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni, Hans og Ívar.
Bjarni, Hans og Ívar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, var til viðtals í útvarpsþættinum Fótbolti.net um síðustu helgi. Hægt er nálgast þáttinn á öllum hlaðvarpsveitum og í spilaranum hér neðst.

Rætt var um bikarúrslitaleikinn þar sem KA lagði Víking og varð meistari í fyrsta sinn. KA spilar þí Evrópuleiki á næsta ári.

Sævar var spurður hvort að KA ætlaði að sækja leikmenn í vetur og setja stefnuna á að enda ofar í deildinni.

„Já og við þurfum að gera það. Við erum með stráka sem eru á að koma núna inn á spennandi aldur; Danni, Bjarni, Ívar, Hans, Biggi og fleiri. Við þurfum að byggja liðið í kringum þá. Við höfum verið með annan kjarna sem búið er að keyra á síðan 2016. Sá kjarni verður til staðar fyrir okkur en við þurfum að svissa athyglinni á þessa (yngri) stráka og styrkja liðið í kringum þá. Við viljum gera það þannig að við séum samkeppnishæfir í efri hlutanum. Við fáum inn fjármagn núna og stöndum svo sem ágætlega eftir sölu leikmanna og Evrópukeppni í fyrra. Við eigum alveg að geta látið reyna á þetta í vetur og það er viljinn hjá okkur," sagði Sævar. Leikmennirnir sem hann nefndi eru fæddir á árunum 1996-2001.

Hann vonar að framkvæmdir á KA svæðinu verði klárar í tæka tíð fyrir Evrópuleikina næsta sumar. „Við krossleggjum fingur og vonum að við fáum að spila á heimavelli, allavega í fyrstu umferð og annarri ef við komumst áfram. Ef ekki, þá bara hringi ég í Daða Guðmunds og bið um að fá að kíkja á Fram völlinn. Þeir tóku gríðarlega vel á móti okkur í fyrra og það gekk bara eins og í sögu hjá okkur þar," sagði framkvæmdastjórinn.
Útvarpsþátturinn - Meistarabragur á báðum liðum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner