Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   fim 04. nóvember 2021 13:08
Elvar Geir Magnússon
Landsliðshópurinn: Jói Berg og Alfreð ekki með - Aron Þrándar inni
Icelandair
Jói Berg er ekki með.
Jói Berg er ekki með.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að tilkynna landsliðshópinn fyrir tvo síðustu leiki Íslands í undankeppni HM 2022, útileiki gegn Rúmeníu og Norður-Makedóníu.

Undankeppnin hefur verið mikil vonbrigði og Ísland er næst neðst í riðlinum, á undan smáríkinu Liechtenstein.

Aron Einar Gunnarsson er enn fjarverandi. Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason, sem er nýkominn af stað eftir meiðsli, eru ekki í hópnum.

Aron Elís Þrándarson, Arnór Ingvi Traustason og Ísak Óli Ólafsson eru komnir inn í hópinn.

Guðlaugur Victor Pálsson og Hjörtur Hermannsson eru ekki í hópnum af fjölskylduástæðum en Guðmundur Þórarinsson er hinsvegar í honum þrátt fyrir að hafa misst af síðustu leikjum í Bandaríkjunum vegna meiðsla.

Hópurinn
Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 2 leikir
Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking
Rúnar Alex Rúnarsson - OH Leuven - 12 leikir

Alfons Sampsted - Bodö/Glimt - 6 leikir
Birkir Már Sævarsson - Valur - 102 leikir, 3 mörk
Brynjar Ingi Bjarnason - Lecce - 8 leikir, 2 mörk
Ari Leifsson - Stromsgodset - 1 leikur
Daníel Leó Grétarsson - Blackpool - 3 leikir
Ísak Óli Ólafsson - Esbjerg - 1 leikur
Ari Freyr Skúlason - IFK Norrköping - 82 leikir
Guðmundur Þórarinsson - New York City FC - 10 leikir
Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 103 leikir, 14 mörk
Andri Fannar Baldursson - FC Köbenhavn - 8 leikir
Albert Guðmundsson - AZ Alkmaar - 27 leikir, 6 mörk
Mikael Egill Ellertsson - SPAL - 2 leikir
Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg - 5 leikir, 1 mark
Aron Elís Þrándarson - OB - 6 leikir
Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 8 leikir, 1 mark
Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 5 leikir
Jón Dagur Þorsteinsson - AGF - 14 leikir, 1 mark
Arnór Ingvi Traustason - New England Revolution - 40 leikir, 5 mörk
Viðar Örn Kjartansson - Valerenga - 32 leikir, 4 mörk
Sveinn Aron Guðjohnsen - Elfsborg - 6 leikir
Andri Lucas Guðjohnsen - Real Madrid - 4 leikir, 2 mörk



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner