Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   þri 04. nóvember 2025 14:09
Kári Snorrason
„Samtal um að vera aðstoðarþjálfari hjá þjálfara sem ég mátti ekki vita hver væri“
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jói Kalli mun taka við FH.
Jói Kalli mun taka við FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kjartan Henry Finnbogason, fyrrum aðstoðarþjálfari FH, segir hafa átt í samræðum við FH um mögulegt áframhald í starfi, en hann fékk þó ekki að vita hvern hann myndi aðstoða.

Líkt og flestum er kunnugt mun Jóhannes Karl Guðjónsson taka við sem næsti þjálfari FH, en tíðindin hafa þó ekki verið staðfest. Hann er í starfi hjá AB í Kaupmannahöfn og mun stýra liðinu fram að vetrarfríi í dönsku C-deildinni sem hefst eftir um viku.

Kjartan aðstoðaði Heimi Guðjónsson hjá FH en liðið ákvað að framlengja ekki við Heimi og leita á önnur mið. Samningur Kjartans rann sömuleiðis út eftir tímabilið og hefur hann einnig sagt skilið við Kaplakrika. Fótbolti.net ræddi við Kjartan fyrr í dag.


„Við ræddum saman þegar það var ljóst að Heimir yrði ekki áfram með liðið. Það var heiðarlegt samtal um hvort að ég myndi mögulega verða aðstoðarþjálfari hjá þjálfara sem ég mátti ekki vita hver væri. Það var svolítið flókið.“

„Við leyfðum því aðeins að bíða og gerjast. Það veit enginn hvaða þjálfari þetta er ennþá. En þetta féll um sjálft sig, samningurinn var að renna út, eins og með Heimi. Ég hef átt frábæran tíma með FH og er ánægður með tækifærið sem þeir gáfu mér.“ 

Kjartan var spurður nánar út í fundinn óvenjulega.

„Mótið var ekki búið þarna, ég veit ekki hvort að þetta hafi verið meira leyndarmál þá en það er núna. Þetta var auðvitað kómískt en gaman að upplifa eitthvað nýtt, ég hef aldrei lent í þessu áður,“  sagði Kjartan að lokum, en ítarlegra viðtal við hann verður birt síðar í dag.



Athugasemdir
banner
banner