ÍBV tilkyntti í dag Kristian Barbuscak sem nýjan markmannsþjálfara félagsins. Hann tekur við af Dananum Mikkel Hasling sem hefur yrifgefið félagið. Kristian semur út næsta ár.
Hann er 47 ára, fæddur í Tékkóslóvakíu, og hefur starfað sem markmannsþjálfari síðustu tvo áratugina. Hann hefur m.a. starfað hjá Al-Wasl í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, í Kasakstan, í Tékklandi, hjá Jahn Regensburg í Þýsklanadi og síðast hjá Augsburg í þýsku Bundesliga frá 2020-23. Alfreð Finnbogason var leikmaður Augsburg fyrstu tvö tímabilin sem Barbuscak starfaði hjá félaginu.
Hann er 47 ára, fæddur í Tékkóslóvakíu, og hefur starfað sem markmannsþjálfari síðustu tvo áratugina. Hann hefur m.a. starfað hjá Al-Wasl í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, í Kasakstan, í Tékklandi, hjá Jahn Regensburg í Þýsklanadi og síðast hjá Augsburg í þýsku Bundesliga frá 2020-23. Alfreð Finnbogason var leikmaður Augsburg fyrstu tvö tímabilin sem Barbuscak starfaði hjá félaginu.
Á sínum leikmannaferli lék hann með unglingaliðum Bayern Munchen og var einnig á mála hjá Lazio, Austria Vín og bandaríska liðinu Metro Stars.
Guðný Geirsdóttir er markvörður meistaraflokks kvenna hjá ÍBV og Hjövar Daði Arnarsson varði mark ÍBV í meirihluta leikja karlaliðsins á síðasta tímabili.
Athugasemdir