Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   mið 04. desember 2024 11:28
Elvar Geir Magnússon
Starf Lopetegui hangir á bláþræði - Stjórnarmenn hafa misst trú á honum
Dharmesh Sheth íþróttafréttamaður Sky Sports segir að starf Julen Lopetegui sem stjóri West Ham hangi á bláþræði.

„Stjórn félagsins er að velta því fyrir sér að reka hann eftir tapleikina gegn Arsenal og Leicester. West Ham er núna í fjórtánda sæti. Samkvæmt mínum heimildum hefur hluti stjórnarinnar misst trú á Lopetegui," segir Sheth.

West Ham á hrikalega mikilvægan leik gegn Úlfunum næsta mánudagskvöld. Lopetegui hefur stýrt West Ham í sextán leikjum, fimm þeirra hafa unnist, þrír endað með jafntefli og hinir átta tapast.

Í sextán leikjum hefur liðið skorað 20 mörk og fengið 32 á sig. Til þessa hefur West Ham fengið 1,07 stig að meðaltali í leik í ensku úrvalsdeildinni undir hans stjórn.

Í slúðurpakkanum í morgun var sagt að Massimiliano Allegri, fyrrum stjóri Juventus og AC Milan, kæmi til greina í stjórastarf West Ham ef félagið rekur Lopetegui. Sergio Conceicao, fyrrum stjóri Porto, hefur einnig verið orðaður við starfið og þá hafa Edin Terzic, fyrrum stjóri Dortmund, og Graham Potter, fyrrum stjóri Brighton og Chelsea, einnig verið nendir.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner