Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   þri 03. desember 2024 23:57
Brynjar Ingi Erluson
Lopetegui: Suma daga er fótboltinn óskiljanlegur
Julen Lopetegui
Julen Lopetegui
Mynd: EPA
Julen Lopetegui, stjóri West Ham, segist ekki geta útskýrt það hvernig liðið tapaði fyrir Leicester, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, en hann segir að suma daga geti fótboltinn verið óskiljanlegur.

West Ham átti 31 skot að marki Leicester í leiknum en uppskar aðeins eitt mark.

Þá komu upp nokkur vafaatriði í síðari hálfleiknum sem féllu ekki með liðinu en Lopetegui var samt sem áður ánægður með framlag leikmanna.

„Ég er mjög svekktur því við töpuðum og af því við áttum miklu meira skilið úr leiknum. VIð áttum 31 skot, sem er ótrúlegt, en svona er fótbolti og hann er ekki auðveldur. Þeir skoruðu úr fyrsta skotinu sem þeir áttu í leiknum,“ sagði Lopetegui.

„Við gerðum mjög vel í fyrri hálfleik, fengum fullt af færum en það koma dagar þar sem boltinn vill ekki fara í netið. Þetta er erfitt fyrir strákana því þeir og stuðningsmennirnir eiga svo miklu meira skilið. Í seinni hálfleik, eftir annað markið, byrjuðum við að tapa þessu aðeins. Þegar þú ert að tapa leik þá ferðu oft að taka rangar ákvarðanir. Ég hafði á tilfinningunni að við næðum að jafna leikinn, en við skoruðum ekki og tókum mikla áhættu á síðustu mínútunum. Það var þá sem þeir skora þriðja markið en við skoruðum ekki úr þeim mörgu færum sem við fengum.“

„Við töpuðum í dag og erum mjög svekktir en að sama skapi get ég ekki sagt neitt um leikmennina. Þeir börðust fram að síðustu mínútu. Suma daga er fótboltinn óskiljanlegur,“
sagði hann í lokin.

Sæti Spánverjans er mjög heitt þessa dagana og er sagt að West Ham sé þegar byrjað að leita að eftirmanni hans. West Ham var að tapa öðrum deildarleiknum í röð og er sem stendur í 14. sæti með 15 stig eftir fjórtán leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner