Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   mið 04. desember 2024 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Walker orðaður við uppeldisfélagið
Kyle Walker
Kyle Walker
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kyle Walker, fyrirliði Englandsmeistara Manchester City, er orðaður við enska B-deildarfélagið Sheffield United í talkSPORT í dag.

Walker er 34 ára gamall og ekki verið upp á sitt besta á þessu tímabili.

Síðasta áratuginn hefur hann verið einn áreiðanlegsti hægri bakvörður heims, en hefur hrakað undanfarið og eru enskir miðlar farnir að velta fyrir sér hvort hann sé kominn yfir hæðina góðu.

Englendingurinn hefur verið orðaður við félög í Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu en samkvæmt talkSPORT er áhugi frá uppeldisfélagi hans, Sheffield United.

Walker hóf feril sinn hjá Sheffield áður en hann samdi við Tottenham árið 2009, en félagið spilar sem stendur í ensku B-deildinni eftir að hafa fallið úr úrvalsdeildina á síðasta tímabili.

Félagið er á toppnum í B-deildinni og stefnir á að komast aftur upp í deild þeirra bestu.

Leikmaðurinn hefur áður sagt að hann vilji klára ferilinn hjá Sheffield og eygir það nú von um að geta samið við hann eftir tímabilið en hann er samningsbundinn Man City til 2026.

„Ég væri til í að klára ferilinn hjá Sheffield United. Það er eitthvað sem ég væri virkilega til í að gera. Ég vil auðvitað spila eins lengi og mögulegt er og gefa aðeins til baka eða miðla reynslu minni til yngri leikmanna sem eru að koma í gegnum akademíuna eða til þeirra leikmanna sem eru þarna,“ sagði Walker í hlaðvarpsþætti Rio Ferdinand fyrr á þessu ári.
Athugasemdir
banner
banner