Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
   fim 04. desember 2025 09:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þetta er ástæðan fyrir uppsögn Láka
Þorlákur Árnason sagði óvænt upp sem þjálfari ÍBV.
Þorlákur Árnason sagði óvænt upp sem þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorlákur Árnason sagði í gær upp störfum sem þjálfari ÍBV eftir rúmt ár í starfi hjá félaginu. Það gekk vel hjá ÍBV í sumar, liðinu var spáð falli en hélt sér nokkuð þægilega í Bestu deildinni.

Láki framlengdi samning sinn í haust og komu því tíðindin mjög á óvart. Fótbolti.net ræddi við leikmenn ÍBV í gær og komu þessar fréttir eins og þruma úr heiðskíru lofti til þeirra.

En af hverju segir Láki upp á þessum tímapunkti?

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net tengist uppsögn Láka ákvörðun stjórnar ÍBV að ráða Alex Frey Hilmarsson, fyrirliða liðsins, sem framkvæmdastjóra fótboltadeildarinnar. Það var gert mjög nýlega og er ekki búið að greina opinberlega frá þeirri ráðningu.

Alex væri því tæknilega séð orðinn yfirmaður Láka og þjálfarinn var ekki hrifinn af því. Samband hans við stjórnina ku hafa súrnað fljótt eftir þessa ráðningu.

Fótbolti.net er að leita eftir viðbrögðum frá Þorláki og stjórnendum ÍBV eftir þessa óvæntu tilkynningu og málinu verður fylgt eftir á síðunni í dag.
Athugasemdir
banner