Eftir rúman áratug úti í atvinnumennsku hefur Elías Már Ómarsson snúið aftur heim. Hann gekk til liðs við Íslandsmeistaralið Víkings rétt fyrir jól eftir hálfs árs dvöl í Kína.
Hann er uppalinn í Keflavík en hélt út í atvinnumennsku árið 2015. Þá spilaði hann í Noregi, Svíþjóð, Hollandi og Frakklandi áður en hann hélt til Kína.
Elías á samtals 399 leiki á ferlinum með félagsliðum, en þar hefur hann skorað 131 mark og gefið 26 stoðsendingar.
Fótbolti.net ræddi við Elías um heimkomuna og tímann úti í atvinnumennsku í viðtali nýverið.
Hann er uppalinn í Keflavík en hélt út í atvinnumennsku árið 2015. Þá spilaði hann í Noregi, Svíþjóð, Hollandi og Frakklandi áður en hann hélt til Kína.
Elías á samtals 399 leiki á ferlinum með félagsliðum, en þar hefur hann skorað 131 mark og gefið 26 stoðsendingar.
Fótbolti.net ræddi við Elías um heimkomuna og tímann úti í atvinnumennsku í viðtali nýverið.
„Ég er þokkalega ánægður. Þetta var auðvitað draumur frá því að maður var lítill að spila fyrir utan Ísland. Auðvitað hefði maður viljað ná lengra og gert meira þannig séð, en það er ekkert hægt að gera og setja út á núna. Ég er þokkalega sáttur með það sem ég hef gert.“
„Það sem ég mun alltaf muna eftir var þegar við fórum upp með NAC Breda í Hollandi. Það var mjög skemmtilegt, þá unnum við gamla félagið mitt Excelsior. Þeir fóru niður og við fórum upp. Það var þvílík stemning eftir þann leik.“
Elías hefur verið í atvinnumennsku í rúman áratug. Í útvarpsþætti Fótbolta.net var hann sagður vera einn gleymdasti atvinnumaðurinn. Hann var spurður út í viðurefnið.
„Mér er svo sem alveg sama. Ég spila fótbolta fyrir sjálfan mig og hef alltaf haft gaman að því. Það skiptir mig engu máli hvort að aðrir fylgjast með mér. Ég vil alltaf gera vel og mitt besta. Ég hef ekkert út á það að segja þannig séð.“
Athugasemdir


