Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
   fös 02. janúar 2026 11:30
Kári Snorrason
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
Elías skrifaði undir þriggja ára samning við Íslandsmeistarana.
Elías skrifaði undir þriggja ára samning við Íslandsmeistarana.
Mynd: Víkingur
„Mig langar til að reyna vinna einhverja titla og vonandi get ég gert það með Víkingum.“
„Mig langar til að reyna vinna einhverja titla og vonandi get ég gert það með Víkingum.“
Mynd: Víkingur
Kínversku stuðningsmennirnir voru hrifnir af Elíasi.
Kínversku stuðningsmennirnir voru hrifnir af Elíasi.
Mynd: Aðsend
„Það var skemmtilegt að upplifa þetta en ég myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna. Ég var einn þarna úti og hafði ekkert að gera í raun.“
„Það var skemmtilegt að upplifa þetta en ég myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna. Ég var einn þarna úti og hafði ekkert að gera í raun.“
Mynd: Víkingur
Sóknarmaðurinn Elías Már Ómarsson skrifaði nýverið undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara Víkings. Elías kemur frá Meizhou Hakka sem féll úr kínversku úrvalsdeildinni.

Þessi þrítugi leikmaður hefur verið í atvinnumennsku síðan 2015 þegar hann yfirgaf Keflavík. Áður en hann fór til Kína var hann hjá hollenska félaginu NAC Breda.

Fótbolti.net ræddi við Elías um heimkomuna og Víking á gamlársdag.

Íslenski boltinn orðinn stór
„Kári (Árnason) heyrði í mér, hann vissi að ég vildi koma heim til Íslands. Ég er búinn að vera þónokkuð lengi úti og fjölskyldan er komin heim.

Mig langaði til að koma heim. Íslenski boltinn er orðinn mjög skemmtilegur, orðinn frekar stór og með mikil gæði, að mér finnst. Mér fannst mjög heillandi að koma heim. Eftir að hafa verið úti í Kína í nokkra mánuði var kominn vilji að koma aftur heim.“


Áttir þú í viðræðum við fleiri lið hér heima?

„Já, það voru nokkur lið sem sýndu áhuga. Undir lokin fannst mér Víkingur vera mest spennandi kosturinn. Ég skoðaði leikmannahópinn, það eru spennandi og góðir leikmenn þarna. Mér fannst plönin hjá þeim mjög áhugaverð og það gerði útslagið. Það er ástæðan hvers vegna ég fór þangað.“

Kominn tími á titla
Elías er uppalinn Keflvíkingur og sýndi uppeldisfélagið honum áhuga. Það voru þó möguleikar á titlum sem sannfærðu Elías um að koma í Víkina.

„Ég spjallaði við Halla (Harald Frey Guðmundsson) og hafði mikinn áhuga að fara aftur heim. En ég á ennþá nóg af árum eftir. Mig langar til að vinna titla, ég hef ekki verið að spila í liðum sem hefur verið að berjast um titla síðustu ár.

Víkingur er vissulega þannig klúbbur sem er að fara berjast um titla. Mig langar til að reyna vinna einhverja titla og vonandi get ég gert það með þeim.“


Kínadvölin reyndist erfið
Elías gekk til liðs við Meizhou Hakka í sumar frá NAC Breda. Hann spilaði alls fjórtán leiki fyrir félagið og skoraði þar fjögur mörk.

„Eftir að hafa verið úti í Kína í nokkra mánuði var kominn vilji að koma aftur heim. Að vera leikmaður í Kína er frekar öðruvísi. Þetta er öðruvísi fótbolti og sérstaklega í liði sem er ekki topplið í Kína. Þetta er mjög frábrugðið því að spila í Evrópu.

Það var skemmtilegt að upplifa þetta en ég myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna. Ég var einn þarna úti og hafði ekkert að gera í raun. Það talaði enginn ensku, maður er með túlk frá liðinu, þjálfarinn talar ekki ensku. Þetta var öðruvísi.“


Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner