Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
   mán 22. desember 2025 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Einn gleymdasti atvinnumaðurinn"
Elías Már Ómarsson.
Elías Már Ómarsson.
Mynd: Víkingur
Stuðningsmenn Víkings fengu snemmbúna jólagjöf þegar Elías Már Ómarsson skrifaði undir hjá félaginu síðasta föstudag.

Þessi þrítugi leikmaður hefur verið í atvinnumennsku síðan 2015 þegar hann yfirgaf Keflavík. Áður en hann fór til Kína þar sem hann var síðast, þá var hann hjá hollenska félaginu NAC Breda.

„Hann er einn gleymdasti atvinnumaðurinn í ljósi þess að hann hefur ekki fengið mörg tækifæri með íslenska landsliðinu, ekki einu sinni í hóp. Samt sem áður hefur hann munstrað saman ríflega tíu ára atvinnumannaferil og aldrei komið heim í eitthvað skref til baka," sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

Elías hefur átt mjög flottan atvinnumannaferil og það verður gaman að sjá hann í Bestu deildinni núna.

„Ég ætla ekki að ljúga því að maður hafi séð hann spila eina einustu mínútu," sagði Tómas.

„Tölurnar eru flottar," sagði Elvar Geir Magnússon en Elías á samtals 399 leiki á ferlinum með félagsliðum, 131 mark og 26 stoðsendingar. „Það er spennandi að fá hann heim aftur."
Útvarpsþátturinn - Ólafur Ingi, fréttir úr Bestu og Davíð Snorri á línunni
Athugasemdir