Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 05. febrúar 2023 15:53
Aksentije Milisic
England: Frábær frumraun Navas í sigri á Leeds

Nott. Forest 1 - 0 Leeds
1-0 Brennan Johnson ('14 )


Fyrri leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var leikur Nottingham Forest og Leeds United á The City Ground vellinum.

Keylor Navas spilaði sinn fyrsta leik fyrir Forest í dag og átti hann heldur betur eftir að koma við sögu.

Leeds byrjaði mun betur og strax á annari mínútu komst Luis Sinisterra í algjört dauðafæri en Navas varði frábærlega. Navas þurfti aftur að verja vel áður en heimamenn komust í forystu.

Brennan Johnson skoraði þá mjög smekklegt mark en hann tók boltann á lofti frá vítateigslínunni og þrumaði hornum í hornið í kjölfar fasts leikatriðis.

Þetta mark var töluvert gegn gangi leiksins en Leeds átti góð færi í fyrri hálfleiknum en Navast stóð sína plikt. Sinisterra komst í algjört dauðafæri á 33. mínútu en hitti ekki markið af stuttu færi.

Leikurinn jafnaðist út í síðari hálfleiknum og Forest náði að þétta vörnina. Weston McKennie kom inn á í liði Leeds en hann er á lánssamningi frá Juventus.

Leeds náði ekki að ógna marki heimamanna nægilega mikið undir restina og því góður sigur staðreynd hjá Nottingham Forest.

Nottingham Forest er í þrettánda sætinu með 24 stig en Leeds er í því sautjánda með 18 stig.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner