Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
   sun 05. mars 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heilt ár síðan sóknarmaður skoraði úrvalsdeildarmark fyrir Wolves
Mynd: Heimasíða Wolves

Wolves vann frækinn 1-0 sigur gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær sem gæti reynst afar mikilvægur, enda er liðið sex stigum frá fallsvæðinu sem stendur.


Kantmaðurinn Adama Traore kom inn af bekknum og skoraði eina mark leiksins en þá er liðið heilt ár síðan hreinræktaður sóknarmaður skoraði síðast úrvalsdeildarmark fyrir Úlfana.

Það gerði Raul Jimenez 10. mars 2022 í 4-0 sigri gegn Watford, en næsti leikur Wolves í deildinni er gegn Newcastle 12. mars og nokkuð ólíklegt að mörg mörk verði skoruð í þeirri viðureign.

Wolves hefur spilað 36 deildarleiki síðan Jimenez skoraði síðasta mars og aðeins fengið rétt tæpt stig á leik - með 9 sigra, 8 jafntefli og 19 töp.

Miðjumaðurinn og vítaskyttan Ruben Neves er atkvæðamestur í markaskorun Úlfanna í ensku úrvalsdeildinni síðustu 12 mánuði, þó ekki með nema 5 mörk. 

Kantmaðurinn Daniel Podence á einnig fimm mörk á síðustu 12 mánuðum en í þriðja sæti listans eru sjálfsmörk, sem hafa verið þrjú talsins.

Bakverðirnir Jonny og Rayan Ait-Nouri eiga tvö mörk á haus rétt eins og kantmennirnir Francisco Trincao og Adama Traore - auk miðvarðarins Conor Coady sem gekk þó í raðir Everton á lánssamningi síðasta sumar.

Goncalo Guedes, Pedro Neto, Pablo Sarabia, Joao Gomes, Leander Dendoncker og Craig Dawson hafa þá skorað eitt mark á haus á meðan sóknarmönnum félagsins hefur ekki tekist að skora.

Úlfarnir hafa keypt þrjá nýja sóknarmenn fyrir um 60 milljónir punda síðan sóknarmaður skoraði síðast fyrir félagið í úrvalsdeildinni. Á þessu tímabili hafa sóknarmenn félagsins skorað 0 mörk þrátt fyrir að eiga að hafa gert 5,2 miðað við 'xG' tölfræði.

Auk Jimenez má finna Matheus Cunha, Sasa Kalajdzic og Hwang Hee-chan í leikmannahópi Úlfanna.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 21 5 +16 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 19 11 +8 18
10 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
11 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
12 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner