Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 05. mars 2023 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho verður á bekknum gegn Juventus
Mynd: EPA

Jose Mourinho verður á varamannabekk Roma í stórleiknum gegn Juventus í kvöld þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í tveggja leikja bann eftir óvænt tap gegn fallbaráttuliði Cremonese á dögunum.


Mourinho áfrýjaði banninu og gagnrýndi fjórða dómara leiksins í fjölmiðlum. Ítalska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að fresta leikbanninu þar til niðurstaða fæst í áfrýjunarmálinu.

Mourinho segist hafa verið að svara ögrun frá fjórða dómaranum og það hafi valdið því að hann var rekinn upp í stúku. Roma birti gögn þess efnis í áfrýjunarmálinu og eru þau gögn til skoðunar. Umrædd gögn eru talin vera hljóðupptaka frá varamannabekk Roma af atvikinu.

Málið fer fyrir áfrýjunardómstól 10. mars og verður ákvörðun tekin í kjölfarið. Verði Mourinho fundinn sekur missir hann af heimaleik gegn Sassuolo 12. mars hið minnsta en gæti einnig misst af nágrannaslagnum gegn Lazio 19. mars.

Sjá einnig:
Mourinho fer í tveggja leikja bann og þarf að greiða stóra sekt
Mourinho heitt í hamsi og ætlar í mál: Á við minnisvandamál að stríða


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 35 23 8 4 55 25 +30 77
2 Inter 35 22 8 5 73 33 +40 74
3 Atalanta 35 20 8 7 71 31 +40 68
4 Juventus 35 16 15 4 52 32 +20 63
5 Roma 35 18 9 8 50 32 +18 63
6 Lazio 35 18 9 8 58 45 +13 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 35 17 8 10 53 35 +18 59
10 Como 35 12 9 14 45 48 -3 45
11 Torino 35 10 14 11 39 40 -1 44
12 Udinese 35 12 8 15 38 49 -11 44
13 Genoa 35 9 12 14 30 43 -13 39
14 Cagliari 35 8 9 18 36 51 -15 33
15 Parma 35 6 14 15 40 54 -14 32
16 Verona 35 9 5 21 30 63 -33 32
17 Lecce 35 6 9 20 24 57 -33 27
18 Venezia 35 4 14 17 28 49 -21 26
19 Empoli 35 4 13 18 27 55 -28 25
20 Monza 35 2 9 24 25 63 -38 15
Athugasemdir
banner