banner
   sun 05. mars 2023 22:41
Brynjar Ingi Erluson
Sigurinn helst of stór - „Dregur úr fögnuðinum"
Jamie Carragher
Jamie Carragher
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
„Þegar maður sér Liverpool skila svona frammistöðu þá veltir maður því fyrir sér hvernig þetta hefur verið svona slæmt meirihluta tímabilsins. Þegar þú vinnur með svona miklum mun þá dregur það svolítið úr fögnuðinum því þá verður sagan einhvern veginn meira um Manchester United,“ sagði Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, eftir 7-0 sigur Liverpool á Manchester United í dag.

Sigur Liverpool var sá stærsti á United frá upphafi og um leið var þetta þyngsta tap United frá 1931.

United hleypti sex mörkum á sig í síðari hálfleiknum en Carragher fannst þetta heldur of mikið enda dró þetta úr fögnuðinum eftir leikinn.

„Klopp kom ekki með þennan klassíska hnefa í átt að Kop eins og maður vanur að sjá og ég held að það sé út af úrslitunum. Þá myndi þetta líta út eins og hann væri að strá salti í sárin.“

Carragher er á því að þetta eigi samt eftir að gefa Liverpool mikinn kraft inn í næstu leiki.

„Þetta gefur Liverpool mikið þegar það kemur að Meistaradeildarsætinu. Það er gríðarlega mikilvægt í því samhengi hvað mun gerast í sumar, bæði fjárhagslega og hvaða leikmenn félagið gæti fengið inn. Það er mikið talað um Jude Bellingham en það eru mörg félög á eftir honum.“

„Ég á enn erfitt með að trúa leikjunum sem Liverpool hefur tapað og frammistöðunni sem liðið hefur skilað en það er samt enn frábær möguleiki að komast í fjórða sætið.“

„Það er enn langt í land fyrir Liverpool en það er Bournemouth næst og maður býst við sigri í þeim leik. Eftir þann leik kemur erfið vika.“

„Man City, Chelsea og Arsenal. Þar ræðst það hvort Liverpool kemst í fjórða sætið eða ekki,“
sagði Carragher.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner