Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   sun 05. mars 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu mörk Breiðabliks gegn Brentford - Beckham kom við sögu
Viktor Karl var á skotskónum.
Viktor Karl var á skotskónum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar Breiðabliks er núna í æfingaferð í Portúgal, en þeir spiluðu í gær æfingaleik gegn B-liði enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford.

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleikinn í Albufeira en Viktor Karl Einarsson og Eyþór Aron Wöhler skoruðu mörk Blika í síðari hálfleik. Þeir innsigluðu þannig frábæran 2-0 sigur.

Romeo Beckham, sonur David Beckham, byrjaði á bekknum hjá Brentford en kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin sem Breiðablik skoraði í þessum flotta sigri.

Breiðablik spilar við Elfsborg frá Svíþjóð síðar í þessari viku.


Athugasemdir
banner
banner
banner