Heimsmeistaramótið í fótbolta verður haldið í Bandaríkjunum á næsta ári. Einnig verður leikið í Kanada og Mexíkó en frá og með 16-liða úrslitum verða allir leikir í Bandaríkjunum.
Þar á meðal er sjálfur úrslitaleikurinn sem verður í New Jersey, á MetLife vellinum 19. júlí 2026.
Þar á meðal er sjálfur úrslitaleikurinn sem verður í New Jersey, á MetLife vellinum 19. júlí 2026.
Fréttamaðurinn virti Rob Harris segir að FIFA hafi ákveðið að haldið verði risastór hálfleikssýning í úrslitaleiknum, eins og þekkist í leiknum um Ofurskálina. Þar koma fram heimsfrægir tónlistarmenn og sýningin stelur oft athyglinni af sjálfum leiknum.
Hálfleikssýningin á HM verður haldin í samvinnu við Coldplay en þegar er búið að tilkynna styrktaraðilum um þetta.
Uppfært: Infantino hefur staðfest að það verði hálfleikssýning á úrslitaleiknum og þá muni FIFA verða með sérstakt stuðningsmannasvæði á Times Squeare í New York.
Athugasemdir