Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
   fös 05. apríl 2013 15:00
Magnús Már Einarsson
Ásgeir Börkur í Sarpsborg (Staðfest)
Mynd: Heimasíða Sarpsborg
Ásgeir Börkur Ásgeirsson hefur formlega gengið til liðs við Sarpsborg á láni frá Fylki en samningurinn gildir til 15. júlí.

,,Þetta er leikmaður sem okkur vantar í hópinn í dag. Ásgeirsson er öðruvísi leikmaður en þeir sem við höfum fyrir," sagði Bjørge Øiestad yfirmaður íþróttamála hjá Sarpsborg.

Ásgeir Börkur er fjórði Íslendingurinn í röðum Sarpsbog en fyrir hjá félaginu eru Guðmundur Þórarinsson, Haraldur Björnsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson.

,,Þórarinn Valdimarsson segir að Ásgeirsson sé versti mótherji sinn á Íslandi. Hann er elskaður af samherjunum en hataður af mótherjunum," sagði Øiestad.
Athugasemdir
banner
banner