Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   fös 05. apríl 2024 21:03
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu þegar Ísak Snær tilkynnti heimkomuna á herrakvöldi Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson er á leið aftur til Breiðabliks, á láni frá Rosenborg. Þetta var tilkynnt á herrakvöldi Blika sem nú stendur yfir í Kópavoginum.

Ísak var í beinu sambandi á breiðtjaldi þar sem hann tilkynnti að hann væri búinn að pakka niður í töskur og væri á leið aftur í græna búninginn.

Hér að neðan má sjá fagnaðarlætin sem brutust út þegar hann tilkynnti fréttirnar.

Ísak var seldur frá Breiðabliki til Rosenborg eftir tímabilið 2022 þar sem hann var besti leikmaður Íslandsmótsins og Breiðablik Íslandsmeistari.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net ætti Ísak jafnvel að geta byrjað að spila í 2. umferð en verður ekki með gegn FH á mánudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner