Norska félagið Rosenborg og Breiðablik hafa komist að samkomulagi um það að Ísak Snær Þorvaldsson fari á láni til Breiðabliks frá norska félaginu og spilar hann því á Íslandi út komandi tímabil.
Ísak var seldur frá Breiðabliki til Rosenborg eftir tímabilið 2022 þar sem hann var besti leikmaður Íslandsmótsins og Breiðablik Íslandsmeistari.
Ísak var seldur frá Breiðabliki til Rosenborg eftir tímabilið 2022 þar sem hann var besti leikmaður Íslandsmótsins og Breiðablik Íslandsmeistari.
Ísak er 22 ára sóknarmaður sem uppalinn er hjá Aftureldingu og Norwich og kom frá enska félaginu til Breiðabliks.
Hann á að baki sex A-landsleiki og skoraði í janúar sitt fyrsta landsliðsmark. Á Transfermarkt segir að hann glími við nárameiðsli og spurning er hvenær hann verður klár í slaginn með Blikum. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net ætti Ísak jafnvel að geta byrjað að spila í 2. umferð.
Á síðasta tímabili skoraði hann sjö mörk og lagði upp eitt fyrir Rosenborg í öllum keppnum.
Breiðablik hefur tímabilið á mánudag þegar FH kemur í heimsókn.
Athugasemdir