De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   þri 04. júní 2024 23:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óvæntasti sprettur kvöldsins - „Hann hafði greinilega enga trú á mér"
Icelandair
Guðrún í leiknum í dag.
Guðrún í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hlín klobbaði markvörð austurríska liðsins.
Hlín klobbaði markvörð austurríska liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Markmannsþjálfarinn Ólafur Pétursson.
Markmannsþjálfarinn Ólafur Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög sætur sigur og mikilvægur í átt að okkar markmiðum," sagði Guðrún Arnardóttir eftir sigur á Austurríki á Laugardalsvelli í kvöld.

Íslenska liðið er nú komið með innbyrðisstöðu gagnvart Austurríki í baráttunni um 2. sætið í riðlinum. Efstu tvö liðin í riðlinum fara beint á EM.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Austurríki

„Mér leið vel á vellinum, fannst við vera með yfirhöndina allan leikinn og fannst við nokkuð þéttar. Mér leið alltaf vel og fannst við alltaf vera fara vinna leikinn."

„Það var ógeðslega gaman að fagna með stuðningsmönnum eftir leik. Þrátt fyrir smá kulda þá var fullt af fólki í stúkunni sem er ótrúlega gaman að sjá."

„Ég er reyndar aðdáandi þess að vera gervigrasi en það kom mér á óvart hversu góður völlurinn var. Það er alltaf smá sjarmi yfir því að ver á Laugardalsvelli."


Guðrún var spurð út í stöðuna í riðlinum.

„Það getur verið rosalega mikilvægt að vera með þessa innbyrðisstöðu og það var okkar markmið í þessu verkefni. Það tókst og það er mikilvægt fyrir næsta glugga."

„Næsti gluggi leggst vel í mig, náðum okkar markmiðum í þessum glugga þannig við förum inn í næsta glugga tilbúnar að koma okkur á EM."


Eitt allra eftirminnilegasta atvik leiksins er sprettur Guðrúnar í aðdraganda fyrra marks Íslands. Hún skeiðaði upp völlinn og fann svo Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur á hárréttum tíma. Hlín Eiríksdóttir skoraði svo í kjölfarið, markið má sjá í spilaranum neðst.

„Boltinn skaust til mín einhvern veginn, ég tók fyrstu snertinguna, sá að þær hörfuðu og ákvað að keyra á þetta. Ég veit ekki hvað kom yfir mig, þetta er ekki líkt mér en ég er bara guðslifandi fegin að við höfum skorað upp úr þessu svo þetta var ekki til einskis."

Undirritaður hugsaði hvenær Guðrún ætlaði sér að gefa boltann.

„Ég fékk að heyra að Óli (Ólafur Pétursson) hefði verið á hliðarlínunni öskrandi á mig að gefa boltann frá fyrstu snertingu. Hann hafði greinilega enga trú á mér," sagði Guðrún og hló. „Karó var líka að öskra á mig, það gaf mér plássið að hún var að kalla á boltann. Svo þegar varnarmaðurinn steig í mig þá losaði ég boltann til Karó. Það var svo gott að sjá Hlín skora, svo gaman. Ég var guðslifandi fegin að við komumst yfir og að þetta hafi heppnast vel. Flottur sprettur, ógeðslega gaman."

Íslenska liðið var að leita að marki í seinni hálfleiknum. Þá reis Hildur Antonsdóttir upp í teignum og stangaði boltann af krafti í netið.

„Ég var alltaf með tilfinningu að við myndum vinna leikinn, fannst við sterkari aðilinn, en það var ótrúlega sætt þegar Hildur negldi boltanum inn með hausnum. Það var ótrúlega gott."

Guðrún var spurð út í það að spila í vinstri bakverðinum en hún spilar oftast í miðverðinum með félagsliði sínu Rosengård í Svíþjóð. Svarið við þeirri spurningu má heyra í spilaranum efst.


Athugasemdir
banner