banner
   sun 05. júlí 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England í dag - Fyrsti leikur Jóa Berg í hálft ár?
Það fara fram fjórir leikir þennan sunnudaginn í ensku úrvalsdeildinni.

Jóhann Berg Guðmundsson gæti spilað sinn fyrsta leik í hálft ár þegar Burnley fær Sheffield United í heimsókn í hádeginu. Meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá Jóhanni Berg á þessu tímabili, en hann gæti komið við sögu í dag.

Newcastle og West Ham mætast 13:15 og þegar þeim leik er lokið fá Englandsmeistarar Liverpool Jack Grealish og félaga í heimsókn. Liverpool-menn mæta eflaust tvíefldir til leiks eftir stórt tap gegn Manchester City í síðustu viku.

Lokaleikur dagsins er svo leikur Manchester City og Southampton á heimavelli Dýrlingana.

Það eru allir leikirnir sýndir í beinni á Síminn Sport.

sunnudagur 5. júlí
11:00 Burnley - Sheffield Utd
13:15 Newcastle - West Ham
15:30 Liverpool - Aston Villa
18:00 Southampton - Man City
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner