Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 05. júlí 2021 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Var of góður fyrir Kára í þessum leik
Bjarki Björn Gunnarsson (Þróttur V.)
Leikmaður umferðarinnar kemur úr Þrótti Vogum.
Leikmaður umferðarinnar kemur úr Þrótti Vogum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Björn Gunnarsson, leikmaður Þróttar Vogum, var besti leikmaðurinn í níundu umferð 2. deildar karla að mati hlaðvarpsþáttarins Ástríðunnar.

Bjarki skoraði tvennu og átti öflugan leik þegar Þróttur vann 4-1 sigur gegn Kára á heimavelli.

„Hann var of góður fyrir Kára í þessum leik," sagði Sverrir Mar Smárason.

„Hann mætti þarna inn og þakkaði traustið," sagði Gylfi Tryggvason.

„Hann þakkaði heldur betur traustið. Hann setti tvö góð mörk og var besti maðurinn á vellinum í þessum leik," sagði Sverrir.

Bestir í fyrri umferðum:
1. umferð: Axel Kári Vignisson (ÍR)
2. umferð: Marinó Hilmar Ásgeirsson (Kári)
3. umferð: Ruben Lozano (Þróttur V.)
4. umferð: Dagur Ingi Hammer (Þróttur V.)
5. umferð: Hörður Sveinsson (Reynir Sandgerði)
6. umferð: Marteinn Már Sverrisson (Leiknir F.)
7. umferð: Sæþór Olgeirsson (Völsungur)
8. umferð: Kenneth Hogg (Njarðvík)
Ástríðan - 2. deild special
Athugasemdir
banner
banner