Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 05. ágúst 2022 10:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aldrei verið betri möguleiki fyrir íslenskt karlalið
Víkingur lagði Lech Poznan að velli í gær.
Víkingur lagði Lech Poznan að velli í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur fór með sigur af hólmi gegn Lech Poznan frá Póllandi í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í gær

Ari Sigurpálsson kom Víkingum yfir undir lok fyrri hálfleiks með flottu marki. Víkingar fengu færin til að bæta við en fleiri mörk urðu ekki skoruð í leiknum og fara þeir því með 1-0 forystu til Póllands í síðari leikinn.

Þetta eru frábær úrslit fyrir Víkinga og má með sanni segja að aldrei hafi íslenskt karlalið verið jafn nálægt því að fara í riðlana í Evrópukeppni.

Ef Víkingar ná að komast úr þessu einvígi þá mæta þeir líklega Dudelange frá Lúxemborg í næstu umferð, lokaumferðinni fyrir riðlakeppnina. Dudelange tapaði 3-0 fyrir Malmö í forkeppni Evrópudeildarinnar í gær.

Stjarnan fór í umspil árið 2014 en mætti þá Inter frá Ítalíu og átti engan möguleika. Möguleikarnir eru stærri fyrir Víkinga.

Ef Víkingar fara alla leið þá verða þeir annað íslenska félagsliðið til að fara í riðlana í Evrópukeppni því kvennalið Breiðabliks tókst að gera það í Meistaradeildinni í fyrra.

Seinni leikur Víkinga gegn Lech Poznan er út í Póllandi að viku liðinni.
Athugasemdir
banner
banner