Newcastle reynir við Guehi og Sesko - Sesko tilbúinn að fara til Newcastle - Liverpool skoðar Íra
   þri 05. ágúst 2025 15:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nikolaj Hansen framlengir við Víking (Staðfest)
Nikolaj Hansen.
Nikolaj Hansen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Kæru Víkingar. Knattspyrnudeild Víkings tilkynnir með mikilli Hamingju að okkar eigin Nikolaj Hansen hefur framlengt samning sinn við félagið út árið 2027," segir í tilkynningu Víkinga núna rétt í þessu.

Samningur Nikolaj var að renna út eftir tímabilið og voru önnur félög farin að sýna honum áhuga.

„Nikolaj Hansen þarf ekki að kynna fyrir neinum í Hamingjunni. Niko gekk til liðs við Víking sumarið 2017 og hefur hann síðan skráð sig í sögubækur félagsins sem markahæsti leikmaður Víkings í efstu deild, markahæsti leikmaður Víkings í Evrópukeppni og markahæsti leikmaður íslensks félagsliðs í Evrópukeppnum," segir jafnframt í tilkynningunni.

Nikolaj varð Íslandsmeistari árin 2021 og 2023 með Víking og hefur fjórum sinnum lyft Mjólkurbikarnum ásamt því að vera lykilmaður í árangri liðsins í Sambandsdeild Evrópu veturinn 2024-2025.

„Til hamingju Nikolaj og til hamingju Víkingur," segir að lokum í tilkynningu Víkinga.

Nikolaj, sem er 32 ára og hefur spilað með Víkingi frá 2017, markahæsti leikmaðurinn í allri Sambandsdeildinni og er þá búinn að gera sex mörk í 15 leikjum í Bestu deildinni. Hann skoraði til að mynda í síðasta leik gegn FH núna um verslunarmannahelgina.
Athugasemdir
banner