„Kæru Víkingar. Knattspyrnudeild Víkings tilkynnir með mikilli Hamingju að okkar eigin Nikolaj Hansen hefur framlengt samning sinn við félagið út árið 2027," segir í tilkynningu Víkinga núna rétt í þessu.
Samningur Nikolaj var að renna út eftir tímabilið og voru önnur félög farin að sýna honum áhuga.
Samningur Nikolaj var að renna út eftir tímabilið og voru önnur félög farin að sýna honum áhuga.
„Nikolaj Hansen þarf ekki að kynna fyrir neinum í Hamingjunni. Niko gekk til liðs við Víking sumarið 2017 og hefur hann síðan skráð sig í sögubækur félagsins sem markahæsti leikmaður Víkings í efstu deild, markahæsti leikmaður Víkings í Evrópukeppni og markahæsti leikmaður íslensks félagsliðs í Evrópukeppnum," segir jafnframt í tilkynningunni.
Nikolaj varð Íslandsmeistari árin 2021 og 2023 með Víking og hefur fjórum sinnum lyft Mjólkurbikarnum ásamt því að vera lykilmaður í árangri liðsins í Sambandsdeild Evrópu veturinn 2024-2025.
„Til hamingju Nikolaj og til hamingju Víkingur," segir að lokum í tilkynningu Víkinga.
Nikolaj, sem er 32 ára og hefur spilað með Víkingi frá 2017, markahæsti leikmaðurinn í allri Sambandsdeildinni og er þá búinn að gera sex mörk í 15 leikjum í Bestu deildinni. Hann skoraði til að mynda í síðasta leik gegn FH núna um verslunarmannahelgina.
Athugasemdir