Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
   fös 05. september 2025 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Suarez: Mér líður illa yfir því sem gerðist
Mynd: EPA
Luis Suarez, framherji Inter Miami, hefur beðist afsökunar á hegðun sinni eftir að hafa hrækt á starfsmann Seattle Sounders eftir 3-0 tap Inter í úrslitum Leagues Cup á dögunum.

„Það var mikil spenna og gremja, þar sem strax eftir leikinn gerðust hlutir sem áttu ekki að gerast, en það réttlætir ekki viðbrögðin sem ég fékk,“ skrifaði hann á Instagram.

„Ég hafði rangt fyrir mér og ég sé innilega eftir því.“

Þetta gerðist stuttu eftir að flautað hafði verið til leiksloka. Suarez greip um hálsinn á Obed Vargas, miðjumann Seattle, og þá skarst Sergio Busquets í leikinn.

Í kjölfarið bættust menn í teymi Seattle í baráttuna. Oscar Ustari, markvörður Miami, reyndi að halda Suarez frá áður en hann virtist hrækja á starfsmann Seattle.

„Mér líður illa yfir því sem gerðist. Ég vil ekki missa af því tækifæri að segja frá því og biðjast alla afsökunar sem ég særði."
Athugasemdir