Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   þri 05. nóvember 2024 23:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Luis Díaz skoraði þrennu: Boltinn fer á sérstakan stað
Mynd: EPA

Luis Díaz fór hamförum í sigri Liverpool gegn Leverkusen í Meistaradeildinni í kvöld.


Liverpool vann 4-0 eftir að staðan var markalaus í hálfleik en Díaz gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu. Díaz kom liðinu yfir, Cody Gakpo bætti öðru markinu við áður en Díaz skoraði tvö til að innsigla sigurinn.

„Aðalatriðið er að ná í þrjú stig í þessari útgáfu af Meistaradeildinni til að komast áfram. Hlutirnir hafa gengið svo vel með nýja stjóranum, það var ekki auðvelt fyrir hann að koma inn og feta í fótspor Jurgen Klopp. Vonandi höfum við eitthvað fram að færa í lok tímabilsins," sagði Díaz.

„Við erum með toppklassa leikmenn út um allan völl og ég naut þess að spila í þessari stöðu. Ég er bara ánægður að vera á vellinum. Ég þarf að fara og finna boltann því ég þarf að setja hann á sérstakan stað heima."


Athugasemdir
banner
banner
banner