Þórir Jóhann Helgason er ekki í íslenska landsliðshópnum fyrir komandi leiki gegn Aserbaísjan og Úkraínu í undankeppni HM. Hann hafði verið í öllum þremur hópum Arnars Gunnlaugssonar fram að þessum og komið við sögu í fjórum af átta leikjum í þjálfaratíð Arnars.
Þórir er í takmörkuðu hlutverki hjá Lecce og Arnar sagði á fréttamannafundinum í dag að með því að fá inn varnarmanninn Hörð Björgvin Magnússon væri jafnvægið í hópnum eins og hann vildi hafa það.
Þórir er í takmörkuðu hlutverki hjá Lecce og Arnar sagði á fréttamannafundinum í dag að með því að fá inn varnarmanninn Hörð Björgvin Magnússon væri jafnvægið í hópnum eins og hann vildi hafa það.
„Það er fyrst og fremst leiðinlegt (að hann detti út), hann er búinn að vera mjög öflugur fyrir okkur. Hann datt í það hlutverk að geta spilað allar stöður sem er bæði gott og vont. Í þetta skiptið fannst okkur vanta meira jafnvægi í varnarleikinn og tökum Hörð Björgvin frekar, erum með því vel vopnaðir í öllum stöðum."
„Leiðinlegt fyrir Þóri, hann er lítið búinn að spila með sínu félagsliði, gengið hálfbrösulega hjá honum fyrri hluta vetrar. En hann er búinn að vera sterkur fyrir okkur og vonandi fær hann fleiri mínútur með Lecce, það væri æskilegt," sagði Arnar á fundinum.
Arnar hrósar gamla landsliðfyrirliðanum
Hörður Björgvin og Jóhann Berg koma inn í hópinn og þeir búa báðir yfir mikilli reynslu.
„Það hjálpaði klárlega (í valinu) að þeir búa yfir mikilli reynslu. Þeir koma inn með það sama og Aron (Einar) hefur gert fyrir okkur. Aron er búinn að láta sviðið af hendi og láta ungu leikmennina stíga upp og hjálpa þeim bakvið tjöldin. Hann er ekkert að trana sér fram, er hrikalega öflugur í því verkefni og er líka klár í að spila hvenær sem er. Ég á von á því að Hörður og Jói geri nákvæmlega það sama. Það er gefandi fyrir eldri leikmenn að koma inn í ungan hóp, gefa vel af sér og kenna þeim yngri hvernig á að höndla ákveðnar aðstæður. Þessar aðstæður verða krefjandi, tveir erfiðir útileikir og við vitum hvaða gulrót bíður okkar. Við þurfum allir að vera 'on it' til að eiga möguleika á að komast áfram," sagði Arnar.
Athugasemdir



