Hörður Björvin Magnússon er mættur aftur í landsliðið, hann er í hópnum sem landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson valdi fyrir komandi leiki gegn Aserbaísjan og Úkraínu í undankeppni HM.
Hörður hefur glímt við erfið meiðsli síðustu ár en er kominn af stað og byrjaður að spila fyrir Levadiakos í grísku úrvalsdeildinni. Hann hefur spilað 90 mínútur í síðustu tveimur leikjum.
Hann spilaði fyrri hálfleikinn í vináttulandsleiknum gegn Skotum í sumar en hafði fyrir það ekki spilað í tæp tvö ár með landsliðinu vegna meiðsla. Hans síðasti keppnisleikur með landsliðinu var í Lúxemborg í september 2023 og fékk hann rautt spjald í leiknum.
Arnar var spurður út í valið á varnarmanninum sem valinn var fram yfir Þóri Jóhann Helgason sem dettur út úr hópnum frá síðasta landsliðsverkefni.
Hörður hefur glímt við erfið meiðsli síðustu ár en er kominn af stað og byrjaður að spila fyrir Levadiakos í grísku úrvalsdeildinni. Hann hefur spilað 90 mínútur í síðustu tveimur leikjum.
Hann spilaði fyrri hálfleikinn í vináttulandsleiknum gegn Skotum í sumar en hafði fyrir það ekki spilað í tæp tvö ár með landsliðinu vegna meiðsla. Hans síðasti keppnisleikur með landsliðinu var í Lúxemborg í september 2023 og fékk hann rautt spjald í leiknum.
Arnar var spurður út í valið á varnarmanninum sem valinn var fram yfir Þóri Jóhann Helgason sem dettur út úr hópnum frá síðasta landsliðsverkefni.
„Hann er búinn að spila 3-4 fyrir sitt nýja félagslið. Ef við sjáum fyrir okkur draumasviðsmynd þar sem við förum til Póllands til að ná í úrslit gegn Úkraínu. Þá fannst okkur vanta smá „hvað ef menn meiðast í varnarlínunni." Þá erum við aðallega að hugsa um Daníel (Leó Grétarsson) sem hefur staðið sig mjög vel vinstra megin. Þá er Hörður ætlaður í það hlutverk."
„Með þessu erum við gott jafnvægi í öllum stöðum. Hópurinn í dag er í góðu jafnvægi og við erum mjög sáttir við hann," sagði Arnar á fundinum.
Athugasemdir



