Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   mið 05. nóvember 2025 13:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hvað ef" hugsunin á bakvið valið á Herði
Er 32 ára og á að baki 50 landsleiki.
Er 32 ára og á að baki 50 landsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Björvin Magnússon er mættur aftur í landsliðið, hann er í hópnum sem landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson valdi fyrir komandi leiki gegn Aserbaísjan og Úkraínu í undankeppni HM.

Hörður hefur glímt við erfið meiðsli síðustu ár en er kominn af stað og byrjaður að spila fyrir Levadiakos í grísku úrvalsdeildinni. Hann hefur spilað 90 mínútur í síðustu tveimur leikjum.

Hann spilaði fyrri hálfleikinn í vináttulandsleiknum gegn Skotum í sumar en hafði fyrir það ekki spilað í tæp tvö ár með landsliðinu vegna meiðsla. Hans síðasti keppnisleikur með landsliðinu var í Lúxemborg í september 2023 og fékk hann rautt spjald í leiknum.

Arnar var spurður út í valið á varnarmanninum sem valinn var fram yfir Þóri Jóhann Helgason sem dettur út úr hópnum frá síðasta landsliðsverkefni.

„Hann er búinn að spila 3-4 fyrir sitt nýja félagslið. Ef við sjáum fyrir okkur draumasviðsmynd þar sem við förum til Póllands til að ná í úrslit gegn Úkraínu. Þá fannst okkur vanta smá „hvað ef menn meiðast í varnarlínunni." Þá erum við aðallega að hugsa um Daníel (Leó Grétarsson) sem hefur staðið sig mjög vel vinstra megin. Þá er Hörður ætlaður í það hlutverk."

„Með þessu erum við gott jafnvægi í öllum stöðum. Hópurinn í dag er í góðu jafnvægi og við erum mjög sáttir við hann,"
sagði Arnar á fundinum.
Athugasemdir
banner
banner