Linda Líf Boama er mögulega á leið til Svíþjóðar eftir að hafa átt mjög gott tímabil með Víkingum.
Bæði Kristianstad og Rosengård, sem eru tvö af af stærri félögum í kvennaboltanum í Svíþjóð, hafa sýnt henni áhuga. Nik Chamberlain, sem stýrt hefur Breiðabliki, er að taka við Kristianstad.
Bæði Kristianstad og Rosengård, sem eru tvö af af stærri félögum í kvennaboltanum í Svíþjóð, hafa sýnt henni áhuga. Nik Chamberlain, sem stýrt hefur Breiðabliki, er að taka við Kristianstad.
Linda er að verða samningslaus. Víkingur hefur sýnt því áhuga að halda henni og Breiðablik hefur líka áhuga á að fá hana.
En Svíþjóð virðist vera líklegasti áfangastaðurinn eins og kom fram í Uppbótartímanum á dögunum.
Linda Líf, sem er fædd árið 2001, skoraði átta mörk í 20 leikjum í Bestu deildinni í sumar.
Athugasemdir



