Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
banner
   fös 05. desember 2025 15:24
Elvar Geir Magnússon
Ekki vitað hvort Martínez spili gegn Arsenal
Mynd: EPA
Emiliano Martínez, markvörður Aston Villa, meiddist í upphitun fyrir leik gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í vikunni.

Hollenski varamarkvörðurinn Marco Bizot stóð milli stanganna í leiknum og þurfti að sækja boltann þrívegis í markið. Það kom þó ekki að sök því Villa vann leikinn, úrslitin urðu 3-4.

Villa, sem er í þriðja sæti deildarinnar, á heldur betur erfiðan leik á morgun gegn toppliði Arsenal. Um er að ræða hádegisleikinn og verður flautað til leiks 12:30.

Unai Emery segir óvissu ríkja um þátttöku Martínez.

„Hann æfði ekki í gær en við æfum aftur seinni partinn í dag. Það kemur ekki í ljós fyrr en á síðustu stundu hvort hann verði með," segir Emery.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
9 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner
banner